Drengjaflokkur í undanúrslit

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Strákarnir í drengjaflokki eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins eftir góðan sigur á sterku liði KR í gær, 81-73. Grindavík mætir ÍR í undanúrslitaleiknum, en hann fer fram í Seljaskóla laugardaginn 7. maí. 

Ingvi Þór Guðmundsson var lang stigahæstur Grindvíkinga með 40 stig, en næstur kom Nökkvi Már Nökkvason með 14 stig, þá Marcin Ostrowski 10 stig, Viðar Kjartansson 9 stig, Sverrir Týr Sigurðsson 6 stig og Adam Jónsson 2 stig.