Úrslitakeppnin hjá stráknumum hefst í dag þegar Grindavík mætir Stjörnunni. Að því tilefni settist ég niður með Pál Axel Vilbergssyni þar sem farið var yfir næstu leiki og kaflaskipta tímabil í ár. Byrjum á þessum klassískum viðtalsspurning á þessum tíma.Hvernig spáir heldur þú að úrslitakeppnin verði? Ég spái að þetta verði allt hörkuviðureignir og þar með talin þessi gegn …
Ballið að byrja
Þá er komið að hápunkti keppnistímabilsins, sjálfri úrslitakeppninni! Andstæðingur okkar Grindvíkinga er Stjarnan, lærisveinar Teits Örlygssonar. Aðrar rimmur í 8-liða úrslitum eru Snæfell – Haukar, KR – Njarðvík og Keflavík – ÍR. Ég læt vera að velta þeim rimmum fyrir mér en ætla samt að spá fyrir um úrslit þeirra: Snæfell – Haukar 2-0, KR-Njarðvík 1-2 og Keflavík-ÍR 2-1. Það …
Viðtal við Helga Jónas
“Ég vona bara að fólk fjölmenni og styðji á bak við okkur, það er það sem við þurfum.” Úrslitakeppnin byrjar í dag, hvernig leggst hún í þig? Keppnin leggst bara vel í mig, menn eru tilbúnir í þetta og spenntir. Einhverjir sérfræðingar hafa verið að spá Stjörnunni sigur í 8 liða úrslitum, þú ert væntanlega ekki sammála því? Þetta …
8. flokkur Íslandsmeistari í körfubolta
8. flokkur drengja Grindavíkur varð um helgina Íslandsmeistari í körfubolta eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni í Röstinni í Grindavík. Þetta er annað árið í röð sem þessir drengir hampa titlinum undir stjórn hjónanna Guðmundar Bragasonar og Stefaníu S. Jónsdóttur. Grindavíkurstrákarnir léku gríðarlega vel í mótinu og unnu alla fjóra leiki sína sannfærandi. Þeir skelltu KR …
Ármann á móti Keflavík!!
Ég vaknaði með ansi hressilegan hiksta í nótt og fattaði þá að ég hefði átt að minnast á frammistöðu Ármanns Vilbergssonar í leiknum í gær á móti Keflavík. Ármann hefur verið ósáttur við þetta skrifleysi mitt um hans frammistöðu og blótað mér í sand og ösku og því fékk ég þennan líka hikstann…. Nei, að öllu gamni slepptu þá ert …
Mikilvæg lokaumferð
Í kvöld verður lokaumferð Iceland Express deildar karla leikin og mæta okkar menn nágrönnum okkar úr Keflavík og fer leikurinn fram í Reykjanesbæ. Aðrir leikir eru KR – Snæfell, Njarðvík – Tindastóll, Fjölnir – ÍR, Hamar – Stjarnan Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina er svona: # Lið Stig 1 Snæfell 17/4 34 2 Grindavík 15/6 30 3 KR 15/6 30 …
Deildarkeppninni lokið.
Deildarkeppni Iceland Express lauk í kvöld og máttum við Grindvíkingar þola tap á móti nágrönnum okkar úr Keflavík, 86-71. Leikurinn virðist hafa klárast í fyrri hálfleik en eftir hann munaði 20 stigum, 50-30! Við réttum aðeins úr kútnum í síðari hálfleik en ógnuðum aldrei sigri Keflvíkinga. Sem fyrr þá var ég ekki á leiknum og get því ekki tjáð mig …
Fyrir puplicum……
Leikmenn Grindavíkur voru greinilega að hugsa um fólkið sem mætti á leikinn í kvöld því eftir að hafa verið 15 stigum yfir eftir 3 leikhluta, þá settum við leikinn í háspennu og þurfti vítaskot frá Óla troð á lokasekúndunum til að tryggja sigurinn!! Að öllu gamni slepptu þá gengur þetta ekki upp hjá okkar mönnum að missa svona niður einbeitinguna …
Hörð barátta
Næstsíðasta umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með 3 leikjum. Snæfell – Hamar, ÍR – KR og KFÍ – Njarðvík. Á morgun stígum við svo inn á sviðið er við mætum Fjölni á heimavelli en þá mætast líka Tindastóll – Keflavík og Stjarnan – Haukar. Það voru Stjörnumenn og Fjölnir sem gerðu lítið úr spádómsgáfu minni í síðustu …
Frábært!
Sá kastanínubrúnhærði á eflaust eftir að koma með sinn pistil um þennan frábæra sigur en ég verð vant viðlátinn fram í byrjun apríl við gjaldeyrissöfnun á ballarhafinu og á því verðið þið lesendur góðir að taka mið, við lestur pistla minna. Úr fjarska lítur út fyrir frábæran leik okkar manna en þetta var fyrsta tap KR á heimavelli í vetur …