Liðsstyrkur til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Tveir gríðarsterkir leikmenn hafa gengið til liðs við Grindavík í körfuboltanum, þeir Sigurður Þorsteinsson sem kemur úr Keflavík og Jóhann Ólafsson sem kemur úr Njarðvík.    Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir liðið og ljóst að Grindavík mun mæta mjög sterkt til liðs á næsta tímabili. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Magnús Andri Hjaltason, formaður …

Lokahóf hjá körfunni

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokahóf yngri flokkanna í körfubolta var haldið í grunnskólanum á dögunum með pompi og pragt.  Veisluborð svignuðu undan kræsingum og þá voru veitt ýmis verðlaun yfir afrek vetrarins. Þar var úr vanda að ráða fyrir þjálfarana enda árangurinn góður, enn Íslandsmeistaratitilinn og eitt silfur komu í hús. En fremstir meðal jafningja voru: Minnibolti drengirBesta ástundun Viktor Guðberg HaukssonMestu framfarir Steinþór …

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Miðvikudaginn 25.maí  verður haldin aðalfundur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur Fundurinn fer fram í aðstöðu deildarinnar við skólann og hefst klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundastörf.

Eyjólfur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksþingið fór fram á Sauðárkróki um helgina og var Eyjólfur Guðlaugsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ að því tilefni. Viðurkenningin er veitt fyrir störf í þágu körfuboltans í gegnum árin.  Guðbjörg Norðfjörð var einnig sæmd Silfurmerkinu og er myndin hér að ofan af þeim ásamt Hafsteini Pálssyni, stjórnarmanni í ÍSÍ, sem veitti viðurkenninguna. Á körfuknattleiksþinginu var einnig kosið í stjórn KKÍ þar …

Uppskeruhátíð yngri flokka

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Miðvikudaginn 11. maí nk verður haldin uppskeruhátíð yngri flokka (krakkar í 5. bekk og eldri) körfuknattleiksdeildar UMFG   Hátiðin verður í sal grunnskólans og hefst kl. 17:00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Veisla eins og venjulega á eftir! Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi, að mæta og í …

Helgi Jónas aðstoðar-landsliðsþjálfari

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið valinn í þjálfarateymi landsliðs karla Landsliðið hefur verið endurvakið og mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Sundsvall Svíþjóð í sumar og Evrópukeppninni þar sem undankeppnin byrjar á næsta ári. Helgi Jónas mun verða Peter Ögvist til aðstoðar en Peter er þjálfari Sundsvall og þar með talið Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson. Mynd visir.is

Áhugasamir óskast

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG auglýsir eftir áhugasömu fólki til að starfa fyrir unglingaráð deildarinnar. Gefandi vinna í þágu æsku bæjarins.   Frekari upplýsingar gefa:  Ágústa (861-9244, agusta@grindavik.is, Eyjólfur (862-8047,eyfi@rsf.is, Emil (865-6900,  emili@visir.is) og Rannveig (897-6303, rannyb@simnet.is)

Lokahóf körfuboltans

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var haldið 20 apríl s.l. í Northen Ligh Inn   Hefbundin dagskrá var þar sem formaðurinn setti samkomuna og fór yfir veturinn sem var að líða. Þorleifur Ólafsson veitti verðlaun í meistaraflokki kvenna í fjarveru Jóhanns þjálfara   Þau féllu þannig:   Efnilegust: Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir Mestu framfarirnar: Berglind Anna Magnúsdóttir Besti leikmaðurinn: Helga Hallgrímsdóttir Helgi Jónas tók …

ÍG sigraði 2. deildina

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

ÍG varð Íslandsmeistari í 2.deild með sigri á ÍA í gær. Bæðin liðin fara upp um deild og átti bara eftir að úrskurða hver fengi titilinn. ÍG byrjaði mun betur og að loknum fyrri hálfleik var allt sem benti til öruggs sigurs Grindvíkinga enda staðan 62-37 en Skagamenn gerðu leikinn spennandi í síðari hálfleik með góðri baráttu. Liðsmenn ÍG lentu …

ÍG – Reynir í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

ÍG tekur á móti Reyni frá Sandgerði í kvöld í Röstinni í leik um sæti í 1.deild að ári. Leikurinn í liður í 4.liða úrslitum 2.deildarinnar og hefst klukkan 18:00  Sigurliðið mun fara í úrslitaleikinn sem fer fram 14. eða 15.apríl.  ÍG sigraði sinn riðil með 12 sigrum og 2 töpum.  Reynir sigraði B riðil ásamt HK með 14 sigra …