Helga og Harpa farnar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Eins og kemur hefur fram þá hefur Helga Hallgrímsdóttir ákveðið að yfirgefa Grindavíkurliðið og spila með Keflavík.   Systir hennar Harpa ætlar einnig að yfirgefa okkur og spila með Njarðvík næsta vetur Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir liðið núna og ekki minni heldur en við urðum fyrir síðastliðið sumar. En þá fóru fjórir byrjunarliðsmenn frá okkur Helga hefur verið kosin …

2 í A landsliðið

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Peter Öqvist hefur valið A-landsliðshópinn í körfubolta sem mætir fer á Norðurlandamótið í Svíþjóð. Þetta er 12 manna hópur sem samsettur er af níu leikmönnum sem spila erlendis og þremum sem spila hér á landi, tveir úr Grindavík sem er frábær árangur.   Nýliðinn í landsliðinu er Ólafur Ólafsson en Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið 21 landsleiki fyrir Íslands hönd. …

Opinn fundur hjá unglingaráði körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með opin fund 27. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn  í aðstöðu UMFG við Grunnskólann og hefst klukkan 20:00 Starfið verður kynnt og farið yfir markmið þess.Fundurinn er öllum opinn og unglingaráðið vonast eftir að sem flestir mæti til að fá fleiri viðhorf og ábendingar. Unglingaráð

Fjórir í æfingahóp körfuboltalandsliðsins

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Peter Öqvist og aðstoðarþjálfarar hans hafa valið sinn fyrsta æfingahóp fyrir Norðurlandamótið í körfubolta sem fram fer í Sundsvall í sumar.   Í hópnum er 22 leikmenn og eru fjórir frá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson, Ólafur Ólafsson og nýju mennirnir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson. Fyrstu æfingarnar fara fram um næstu helgi en hópurinn leggur af stað til …

Liðsstyrkur til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Tveir gríðarsterkir leikmenn hafa gengið til liðs við Grindavík í körfuboltanum, þeir Sigurður Þorsteinsson sem kemur úr Keflavík og Jóhann Ólafsson sem kemur úr Njarðvík.    Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir liðið og ljóst að Grindavík mun mæta mjög sterkt til liðs á næsta tímabili. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Magnús Andri Hjaltason, formaður …

Lokahóf hjá körfunni

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokahóf yngri flokkanna í körfubolta var haldið í grunnskólanum á dögunum með pompi og pragt.  Veisluborð svignuðu undan kræsingum og þá voru veitt ýmis verðlaun yfir afrek vetrarins. Þar var úr vanda að ráða fyrir þjálfarana enda árangurinn góður, enn Íslandsmeistaratitilinn og eitt silfur komu í hús. En fremstir meðal jafningja voru: Minnibolti drengirBesta ástundun Viktor Guðberg HaukssonMestu framfarir Steinþór …

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Miðvikudaginn 25.maí  verður haldin aðalfundur körfuknattleiksdeildar Grindavíkur Fundurinn fer fram í aðstöðu deildarinnar við skólann og hefst klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundastörf.

Eyjólfur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksþingið fór fram á Sauðárkróki um helgina og var Eyjólfur Guðlaugsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ að því tilefni. Viðurkenningin er veitt fyrir störf í þágu körfuboltans í gegnum árin.  Guðbjörg Norðfjörð var einnig sæmd Silfurmerkinu og er myndin hér að ofan af þeim ásamt Hafsteini Pálssyni, stjórnarmanni í ÍSÍ, sem veitti viðurkenninguna. Á körfuknattleiksþinginu var einnig kosið í stjórn KKÍ þar …

Uppskeruhátíð yngri flokka

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Miðvikudaginn 11. maí nk verður haldin uppskeruhátíð yngri flokka (krakkar í 5. bekk og eldri) körfuknattleiksdeildar UMFG   Hátiðin verður í sal grunnskólans og hefst kl. 17:00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Veisla eins og venjulega á eftir! Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi, að mæta og í …

Helgi Jónas aðstoðar-landsliðsþjálfari

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið valinn í þjálfarateymi landsliðs karla Landsliðið hefur verið endurvakið og mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Sundsvall Svíþjóð í sumar og Evrópukeppninni þar sem undankeppnin byrjar á næsta ári. Helgi Jónas mun verða Peter Ögvist til aðstoðar en Peter er þjálfari Sundsvall og þar með talið Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson. Mynd visir.is