Haukar – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Meistaraflokkur karla gerir sér ferð í Hafnarfirðinn í kvöld þar sem þeir mæta Haukum í Lengjubikarnum.

Lengjubikarinn er bikarkeppni þar sem liðin spila í riðlum.  Fyrsti leikur Grindavíkur var gegn Fjölni sem þeir unnu 82-78.  Haukar töpuðu hinsvegar fyrir KFÍ í fyrstu umferðinni 76-79

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og þau sem ekki komast á völlinn er bent á að Haukar TV verða með beina útsendingu.