5-0 en fallegt var það væntanlega ekki!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík vann í gærkvöldi, 5. sigur sinn í röð í Iceland Express deildinni þegar vinningslausir Valsmenn voru lagðir af velli að Hlíðarenda, 73-83.

Skv. því sem Helgi Jónas sagði eftir leikinn var sigurinn langt í frá sá fallegasti en stigin tvö telja jafn mikið eftir sem áður.

Hins vegar er ljóst að með sama áframhaldi styttist í fyrsta ósigurinn og ljóst að liðið okkar er í einhverri niðursveiflu en þetta var 3. leikurinn í röð sem var illa leikinn af okkar hálfu.  Auðvitað er gott að vinna þessa lélegu leiki en við komumst ekki upp með það til lengdar og ljóst að menn þurfa að vakna aftur til lífsins.

Kanarnir voru okkar bestu menn skv. tölfræðinni, Giordan með 23 stig og 6 stoðsendingar og J´Nath með 19 stig og 7 fráköst.  Paxel var bestur þeirra innlendu með 14 stig og 7 fráköst.  Annars er hægt að sjá alla tölfræði um leikinn hér: http://kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=11953&game_id=449443#mbt:6-400$t&0=1

Næstu tveir leikir eru á móti Haukum, sá fyrri í Lengjubikarnum á sunnudaginn og er sá leikur á útivelli og svo mætum við þeim aftur á föstudag í deildinni og er sá leikur á heimavelli.

Við skulum vona að slyðruorðið verði búið að rjátlast af okkar mönnum áður en í þessa leiki kemur.

Áfram Grindavík!