Erfið fæðing í Smáranum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það var mikið um dírðir í Smáranum í Kópavogi síðasta föstudag. Hamborgarar voru grillaðir í andyri Smárans og mikil og flott umgjörð á staðnum. Stelpurnar okkar voru mættar í heimsókn og spiluðu sinn fimmta leik í 1. deildinni í vetur.

Leikurinn fór vel af stað og opnaði Ingibjörg Sigurðardóttir leikinn með góðri þriggja-stiga körfu. Fyrsti leikhluti einkenndist af miklu basli í sóknarleik okkar stelpna og gekk erfiðlega að koma boltanum í körfuna þrátt fyrir urmul góðra tækifæra. Varnarleikurinn var hinsvegar til fyrirmyndar og virkaði pressuvörn stelpnan ágætlega. Fyrrihálfleikur ,eins og áður segir einkenndist af basli í sóknarleiknum og staðan í hálfleik var 22-29 okkar stelpum í vil.

Stelpurnar byrjuðu seinnihálfleik ekki næganlega vel og í stöðunni 30-32 tók þjálfari liðsins leikhlé. Það hafði góð áhrif á stelpurnar og tóku þær góðan kipp. Varnarleikurinn var mjög góður á þessum kafla og fylgdu margar auðveldar körfur í kjölfarið. Stelpurnar fylgdu þessum kafla vel eftir og lönduðu öruggum sigri 49-68. Jeanne Lois var öflug í seinnihálfleik og stjórnaði leik liðsins með miklum sóma. Ingibjörg Sigurðardóttir átti góða spretti en var óheppin með villur. Jóhanna Rún var góð í vörninni og hirti mörg góð fráköst, hún var einnig óheppin með villur. Helga Arnberg og Sandra komu sterkar inn af bekknum og skiluðu sínu. Berglind Anna var öflug að vanda og skilaði sínu bæði í vörn og sókn.
Stigahæstar: Jeanne Lois 15 stig (allt í seinnihálfleik), Ingibjörg og Breglind Anna 13 stig hver og Yrsa 8 stig.

Næsti leikur hjá stelpunum er á miðvikudaginn eftir viku á moti Skallagrím hérna heima og hefst leikurinn kl. 20:00