Dregið í Powerade bikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Í gær var dregið í 32 liða úrslit í Powerade bikar karla.

Það voru þeir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ og Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells, sem drógu að þessu sinni og upp úr hattinum komu tveir áhugaverðir leikir hér í Grindavík.  

Grindavík fær Hauka í heimsókn og ÍG fær Njarðvík.  Leikið verður 9-12 desember næstkomandi.