ÍG – FSU á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

ÍG hefur leik í 1.deildinni á morgun þegar þeir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15 Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu. FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur.  Önnur lið …

Fjörið hefst á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Iceland Express deildin byrjar að rúlla í kvöld þegar kvenfólkið hefur leik en því miður þá teflum við Grindvíkingar ekki fram liði að þessu sinni í efstu deild sökum manneklu en ungu stelpurnar munu leika í 1.deild og öðlast þannig dýrmæta reynslu og koma tvíefldar til leiks í efstu deild von bráðar og þá munu okkar brottfluttu skvísur vonandi snúa …

Myndbönd frá meistaraleiknum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Á karfan.is má sjá myndbrot frá glæsilegri flautukörfu Páls Axels í leiknum á sunnudaginn. Einnig er þar hægt að sjá troðslu frá Ólafi Ólafssyni og umfjöllun um leikinn. Á sport.is er hægt að sjá viðtal við Pál Axel eftir leikinn og sömuleiðis Helga Jónas.  Tölfræði leiksins er hinsvegar hægt að sjá á kki.is

Fyrsti titillinn í húsi!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík vann í gærkvöldi fyrsta og vonandi ekki síðasta titil tímabilsins, þegar KR-ingar voru lagðir í leik um tignina “Meistari meistaranna” en í þeim leik mætast Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs.   KR vann reyndar báða titla þá en þar sem við mættum þeim í bikarúrslitum áttum við réttinn á að leika þennan leik. Leikurinn var í járnum allan tímann …

J´Nathan Bullock

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur ráðið annan Bandaríkjamann fyrir átök vetrarins, kraftframherjann J´Nathan Bullock. Áður hafði leikstjórnandinn Giordan Watson verið ráðinn og kom hann til landsins í lok september. Beðið er eftir að dvalar- og atvinnuleyfi verði klárt fyrir Bullock en pappírarnir eru komnir til landsins og ætti kappinn að geta komið til landsins í næstu viku. Eins og áður sagði er …

Meistarar meistaranna

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík mætir KR í leik sem markar upphafs körfuknattleikstímabilsins.  Þetta er árlegur leikur KKÍ þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar mæta bæði í karla- og kvennaflokki. Þar sem KR vann báða titlana þá spilar Grindavík sem fulltrúi bikarkeppni KKÍ.  Karlaleikurinn hefst klukkan 19:15 en dagskrá verður frá 16:00 eins og sjá má á auglýsingunni hér fyrir neðan

Grindavík tekur á móti Haukum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík og Haukar mætast í Reykjanesmótinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur, frítt inn. Í síðasta leik fór Grindavík í Keflavík þar sem heimamenn sigruðu 76-60.  Grindavík er enn án útlendings þar sem Giordan Watson er ekki kominn með leikheimild ennþá. Haukar hafa líkt og Grindavík spilaði 4 leiki og sömuleiðis unnið tvo og …

Keflavík – Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík sækir Keflavík heim í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í Vodafonehöllinni í Reykjanesbæ. Grindavík hefur spilað 3 leiki í mótinu þar sem þeir hafa unnið tvo, nú síðast Breiðablik 93-62, og tapað gegn Stjörnunni. Keflavík hefur hinsvegar unnið sína þrjá leiki.

Grindavík – Njarðvík í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Njarðvík í kvöld klukkan 19:15 Leikurinn er liður í Reykjanesmótinu sem fram fer um þessar mundir.  Fyrsti leikur Grindavíkur í mótinu var gegn Stjörnunni 15. sept sem endaði með nokkuð stórum sigri Stjörnunnar 80-56. Þetta er því upplagt tækifæri á að sjá nýju leikmennina þá Jóhann Ólafsson og Sigurð Gunnar Þorsteinsson auk yngri leikmanna sem fá …

Landsliðið til Kína

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Fjórir Grindvíkingar fóru í morgun áleiðis til Kína með karlalandsliðinu í körfubolta. Kínverska körfuknattleikssambandið bauð því íslenska til sín þar sem liðin munu mætast í tveimur leikjum.  Þann fyrsta 9.september í Xuchang City og þann seinni 11.september í  Loudi City.   Kínverjar telja að íslenska landsliðið sé áþekkt þeim mótherjum sem þeir mæta á Asíuleikunum sem fram fara seinna í september. Í …