Flott helgi að baki hjá minnibolta drengja.

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Strákarnir í minnibolta drengja stóðu sig vel um helgina í fyrsta fjölliðamóti vetrarins sem fór fram um helgina í Grindavík. Þeir unnu 2 og töpuðu 2. Fyrsti leikurinn tapaðist og virtust drengirnir vera stressaðir í byrjun móts. Leikurinn var á móti Hrunamönnum og endaði hann 14-33 eftir góðan endasprett hjá Hrunamönnum. Hrunamenn enduðu á því að vinna alla sýna leiki. …

Sigur í Lengjubikarnum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík vann KFÍ á útivelli í fyrsta leik sínum í b-riðli Lengjubikarsins. Lokatölur urðu 75-100. Enn og aftur er gaman að sjá hversu vel stigaskorið dreifist en ef Ómar hefði sett einu stigi meira þá hefðu hvorki fleiri né færri en 8 leikmenn skorað 10 stig eða meira!! Giordan var stigahæstur með 18 stig og gaf 6 stoðsendingar og Bullock …

Sigurgangan heldur áfram

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík er eitt á toppi Iceland Express deildar karla, eftir öruggan 87-73 sigur á ÍR í Röstinni í gærkvöldi. Njarðvík, Stjarnan og Snæfell geta reyndar tyllt sér við hlið okkar en þau leika í kvöld.ÍR-ingar náðu að halda aðeins í við okkur í fyrri hálfleik og það munaði ekki nema 9 stigum að honum loknum, 41-32. Fljótlega í öðrum leikhluta var …

Flott byrjun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Þriðja umferð Iceland Express deildar karla hefst á morgun og mæta okkar menn ÍR á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 19:15. Ég ætla aðeins að rýna í leikinn. ÍR-ingar eru Kanalausir ef svo má að orði komast því báðir útlendingarnir þeirra eru með evrópsktvegabréf, þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta. Þeir eiga því að geta átt heilan helling inni ef þeirnýta …

2-0!

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindvíkingar héldu í heimsókn í Gravavoginn í kvöld, þar sem þeir mættu Fjölnir, leikurinn var raunverulega aldrei skemmtilegur þar sem Grindavíkustrákarnir tóku öll völd á vellinu frá fyrstu mínútu!   Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr eftir kvöldið, fyrst skal nefna hvað stigaskorið dreifðist vel, en sex leikmenn voru með yfir tíu stig í kvöld og þar á …

Úrslit helgarinnar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindvískir körfubotlaiðkenndur kepptu á mörgum vígstöðum um helgina. Grindavík sigraði Fjölni í Iceland Express deild karla 95-76 í gær. ÍG spilaði sinn fyrsta leik í vetur í 1.deildinni þar sem þeir lögðu FSu 95-91 og hægt er að lesa fína lýsingu af leiknum á karfan.is Um helgina var einnig haldið fjölliðamót hér í Grindavík þar sem lið í stúlknaflokki áttust við.  Í …

Grindavík byrjar mótið með sigri

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Iceland Express deildin hófst í kvöld og stórleikur umferðarinnar var hér í Grindavík þar sem okkar menn sigruðu með sex stiga mun. Það var góður þriðji leikhluti sem gerði út af leikinn því aðrir leikhlutar voru nokkuð jafnir.  Gestirnir byrjuðu mjög vel þar sem þeir komust í 7-0 og svo aftur í 12-2.  Okkar menn söxuðu á þá og var …

ÍG – FSU á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

ÍG hefur leik í 1.deildinni á morgun þegar þeir taka á móti FSu í Röstinni klukkan 19:15 Liðið er skemmtilega samsett þar sem mætast nokkrir efnilegir strákar, gamlar kempur eins og Guðmundur Bragason og Helgi Jónas og svo leikmenn úr meistarflokki karla í knattspyrnu. FSu er með reynslu úr efstu deild og gæti þetta verið hinn ágætasti leikur.  Önnur lið …

Fjörið hefst á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Iceland Express deildin byrjar að rúlla í kvöld þegar kvenfólkið hefur leik en því miður þá teflum við Grindvíkingar ekki fram liði að þessu sinni í efstu deild sökum manneklu en ungu stelpurnar munu leika í 1.deild og öðlast þannig dýrmæta reynslu og koma tvíefldar til leiks í efstu deild von bráðar og þá munu okkar brottfluttu skvísur vonandi snúa …

Myndbönd frá meistaraleiknum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Á karfan.is má sjá myndbrot frá glæsilegri flautukörfu Páls Axels í leiknum á sunnudaginn. Einnig er þar hægt að sjá troðslu frá Ólafi Ólafssyni og umfjöllun um leikinn. Á sport.is er hægt að sjá viðtal við Pál Axel eftir leikinn og sömuleiðis Helga Jónas.  Tölfræði leiksins er hinsvegar hægt að sjá á kki.is