Bikarleikir um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði Grindavík og ÍG eiga leiki í Powerade-bikarnum um helgina og stelpurnar mæta Stjörnunni Á laugardeginum tekur kvennalið Grindavíkur á móti Stjörnunni í 1.deildinni og hefst leikurinn klukkan 16:00 Á sunnudeginum fara fram tveir áhugaverðir bikarleikir.  Fyrst er það ÍG sem tekur á móti Njarðvík klukkan 17:00 og í framhaldi af þeim leik taka nýkrýndir Lengjubikarmeistarar á móti Haukum klukkan …

Lengjubikarmeistarar!!!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tryggði sér Lengjubikarinn í dag eftir verulega spennuþrungnar lokamínútur og urðu lokatölur 75-74 fyrir Grindavík.  Annar titill tímabilsins því í húsi og ennþá eru þrír eftir til að seilast í! Paxel sóknargúrú var í borgaralegum klæðnaði og tók því ekki þátt í leiknum nema til að segja dómurum leiksins til þegar honum þótti ástæða til og að mínu mati …

Úrslit í Lengjubikar á móti Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í gær í DHL-höll KR-inga.  Mótherjinn í úrslitaleiknum verður Keflavík og fer leikurinn fram á sama stað og hefst kl. 16:00 Sigurinn á móti ÞorlákshafnarÞórsurum var athyglisverður.  Eftir nokkura mínúta leik sýndist mér stefna í sömu rassskellingu og við veittum KR-ingum á sama stað fyrir rúmri viku. …

Lengjubikarinn um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Fyrsti alvöru titill tímabilsins er í húfi um helgina, sjálfur fyrirtækjabikarinn sem þetta árið heitir Lengjubikarinn.  Vissulega var flott að verða meistari meistaranna í byrjun leiktíðar eftir sigur á KR en Lengjubikarinn er keppni sem 16 bestu lið landsins taka þátt í og verður hún leidd til lykta í DHL-höll þeirra KR-inga í Vesturbænum. Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum …

Góður sigur á Skallagrím

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stelpurnar spiluðu ú gær sinn sjötta leik í 1. deild kvenna . Í þetta sinn var það Skallagrímur úr Borganesisem var í heimsókn í Röstinni. margar auðveldar körfur fylgdu í kjölfarið. Ingibjörg Sigurðardóttir kom mjög sterk af bekknum og er aðstimpla sig rækilega inn á sínu fyrsta ári í meistaraflokki. Um miðjan síðari hálfleik skipti Skallagrímur yfir í 3-2 svæðisvörn …

Sigur á Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tók á móti Haukum í Lengjubikarnum í gærkveldi. Sigurinn var nokkuð öruggur, 97-71.  Í fyrsta leikhluta var jafn á liðunum en undir lok hans tók Grindavík forystu og bætti í það sem eftir lifði leiks.    Enn og aftur er það feiknaöflug breidd sem skóp sigurinn, 11 menn skoruðu og þeir leikmenn sem lítið hafa fengið að spila fengu …

Bein útsending í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Stórleikur Grindavíkur og KR í DHL-höllinni verður sýndur beint á visir.is Vísir.is hefur verið með beinar sjónvarpsútsendingar af leikjum í haust og verður Henry Birgir Gunnarsson sem að lýsa. Aðrir leikir í kvöld eru Valur-ÍR og Haukar-Tindastóll þar sem Pétur Guðmundsson þjálfar Hauka í fyrsta skipti og það gegn fyrrum félögum í Tindastól.  Þeim leik verður einnig lýst beint en …

Íslandsmeistararnir rassskelltir á beran bossann

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það var smá beygur í mér fyrir leik kvöldsins þrátt fyrir að Grindavíkurliðið hafi verið taplaust.   Við höfum ekki verið að rúlla andstæðingum okkar upp til þessa og þar sem búast mátti við alvöru mótspyrnu í kvöld, þá gerði ég allt eins ráð fyrir að fyrsta tap tímabilsins yrði staðreynd.  Sú varð heldur betur ekki raunin……. Strax frá fyrstu …

DHL-Höllin á morgun.

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Flestir körfuboltaunnendur þekkja þann netta pirring sem hellist yfir það við langa leit að bílastæði við DHL-Höllina. En þegar hann er horfinn, þá er DHL-Höllin einn skemmtilegasti staður til að njóta góðs körfubolta.  Þetta verður hlutskipti okkar Grindvíkinga á morgun þegar við höldum í Frostaskjólið. Strákarnir hafa farið vel af stað og ekki tapað ennþá, þó endrum og eins hafi tapið verið handanvið …

Fjölnir 78 – Grindavík 83

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í undanúrslit í Lengjubikarnum eftir sigur á Fjölni í gærkveldi. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikin nema hvað Grindavík var með 10 stiga forskot í hálfleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn í þriðja leikhluta og komust yfir um tíma. Góður endasprettur hjá okkar mönnum tryggði hinsvegar sigurinn og eru því komnir áfram í úrslitin. Stigahæstu menn Grindavíkur voru Watson …