Íslenska landsliðið í körfubolta karla tekur á móti Serbíu í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í Laugardalshöll. Grindvíkingar eiga fulltrúa í liðinu sem er Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Helgi Jónas Guðfinnsson var aðstoðarþjálfari í undirbúningnum en hefur nú stigið til hliðar. Serbía er eitt af sterkustu liðum Evrópu í dag og því sannkallaður stórleikur sem boðið verður upp á. Þau …
Bandaríkjamenn karlaliðs Grindavíkur!
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá ráðningu á tveimur Bandaríkjamönnum fyrir karlaliðið en það eru leikstjórnandinn Sammy Zeglinski og fjölhæfur 3-4 leikmaður, Aaron Broussard. Báðir koma þeir beint úr háskóla en þess má geta að Ryan Pettinella lék með Sammy í Virginia háskólanum og gefur honum mjög góð meðmæli. Broussard fær sömuleiðis mjög góð meðmæli en það er aldrei neitt …
Páll Axel farinn til Skallagríms
Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, hefur ákveðið á gamalsaldri að færa sig til Borganes þar sem hann mun spila með nýliðunum Skallagrími í efstu deild á næsta ári. Eins og allir vita er Páll Axel einn besti leikmaður landsins og m.a. í tíunda sæti yfir flest stig skoruð allra Íslendinga en þeir sem eru fyrir ofan í röðinni hafa …
Stelpubúðir Helenu Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir mun standa fyrir æfingabúðum fyrir stelpur á aldrinum 11-16 ára í samstarfi við Hauka. Búðirnar hefjast laugardagsmorgunin 11.ágúst og lýkur seinnipartinn á sunnudeginum en boðið verður upp á gistingu og kvöldvöku. Skráningar eiga að berast á hsverrisdottir@yahoo.com eða í síma 778-6822.
Paxel kveður
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur Páll Axel Vilbergsson, Paxel, ákveðið að söðla um og skipta um félag. Skallagrímur datt í lukkupottinn en Paxel hefur áður gert garðinn frægan í nesinu eins og hann kallar staðinn, n.t. seinni part tímabilsins 1997-1998. Ég man eftir því þegar hann mætti með Borgnesingum og vann okkur næstum því einn en það …
Kr. Ben – minningarorð
Íþróttahreyfingin í Grindavík missti mikið laugardaginn 23. júní , þegar Kristinn Helgi Benediktsson eða Kr. Ben eins og við þekktum hann öll, féll frá. Ég vill fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, minnast Kristins í fáeinum orðum. Kristinn hefur nánast frá stofnun körfuknattleiksdeildarinnar, verið með myndavélina sína á lofti og hefur náð aragrúa frábærra mynda sem vonandi munu varðveitast alla tíð. …
Myndir frá uppskeruhátíð yngri flokka
Myndir frá uppskeruhátíð yngri flokka í körfubolta eru loksins komnar á netið. Hægt er að nálgast þær bæði á facebook síðunni http://www.facebook.com/umfgrindavik/photos og picasa https://picasaweb.google.com/101970123724053731398/UppskeruhatiYngriFlokkaIKorfubolta2012?authuser=0&feat=directlink
Sumaræfingar hjá körfuboltanum
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur mun standa fyrir sumaræfingum fyrir krakka í sjöunda flokk og eldri. Kynningarfundur er á morgun, þriðjudaginn 5.júní, í íþróttahúsinu klukkan 15:00 og æfing strax á eftir. Það er Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður og þjálfari yngri flokka Grindavíkur, sem mun stýra æfingunum og Óli Baldur Bjarnason, ÍAK einkaþjálfari, mun sjá um styrktarþjálfunina. Æfingarnar verða í sumar frá klukkan 15:00-17:00 …
Forsalan á ballið hefst á morgun, þriðjudag!
Forsalan á STÓRDANSLEIKINN með Páli Óskari á laugardagskvöldið í íþróttahúsinu, hefst á morgun, þriðjudag og fer fram hjá Lindu í Palóma og Rúnu í Gallerí Keflavík. Forsalan mun svo líka verða í aðstöðu Körfuknattleiksdeildar UMFG einhver kvöld í vikunni en það verður betur auglýst síðar. Betra að tryggja sér miða í forsölu, ekki síst til að sleppa við biðröðina á …
Norðurlandamótið í körfu
Nokkrir Grindvíkingar eru á leiðinni til Svíþjóðar á Norðurlandamótið í körfubolta yngri landsliða. Í U-18 liði kvenna er Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og núverandi leikmaður Njarðvíkur Andrea Björt Ólafsdóttir.Leikir U-18 kvenna verða eftirfarandi: Miðvikudagur 16. maí Ísland-Finnland Fimmtudagur 17. maí Ísland-Svíþjóð Föstudagur 18. maí Ísland-Noregur Föstudagur 18. maí Ísland-Danmörk Hilmir Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson eru í U-16 liðinu …