Paxel kveður

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur Páll Axel Vilbergsson, Paxel, ákveðið að söðla um og skipta um félag. Skallagrímur datt í lukkupottinn en Paxel hefur áður gert garðinn frægan í nesinu eins og hann kallar staðinn, n.t. seinni part tímabilsins 1997-1998.  Ég man eftir því þegar hann mætti með Borgnesingum og vann okkur næstum því einn en það tímabil vorum við með yfirburðalið – þar til í úrslitakeppninni….

Um leið og Körfuknattleiksdeild Grindavíkur, óskar Palla alls hins besta á nýjum vettvangi, vill deildin þakka honum kærlega fyrir sitt framlag til grindvísks körfuknattleiks.  Palli er klárlega einn af ef ekki sá besti körfuknattleiksmaður sem Grindavík hefur alið af sér og á ekkert nema góðar þakkir skyldar.  Hann kveður uppeldisfélag sitt með breitt bak, eftir að hafa lyft sjálfum Íslandsmeistaratitlinum sl. vor.

Takk fyrir allt Paxel og gangi þér vel 🙂

Stjórn Kkd.UMFG