Ísland – Serbía í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Íslenska landsliðið í körfubolta karla tekur á móti Serbíu í undankeppni Evrópumótsins.  Leikurinn hefst klukkan 20:00 í Laugardalshöll.

Grindvíkingar eiga fulltrúa í liðinu sem er Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Helgi Jónas Guðfinnsson var aðstoðarþjálfari í undirbúningnum en hefur nú stigið til hliðar. 

Serbía er eitt af sterkustu liðum Evrópu í dag og því sannkallaður stórleikur sem boðið verður upp á. Þau sem ekki komast er bent á að leikurinn verður sýndur beint á aukarás RÚV(olympíurásinni)