Nýr leikmaður:Pape Mamadou Faye

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Pape Mamadou Faye er nýjasti leikmaður Grindavíkur Pape er tvítugur og hefur áður leikið með uppeldisfélagi sínu, Fylki, og með Leikni í sumar þar sem hann skoraði 9 mörk í 19 leikjum og hjálpaði við að koma Leikni upp í fyrstu deild.   Pape skoraði eitt af mörkum Grindavíkur í æfingaleik gegn Selfossi í gær þar sem Grindavík vann 3-0 …

Ekki gleyma tippinu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Minnum á getraunastarf knattspyrnudeildarinnar á laugardagsmorgnum. Milljónirnar streyma inn hjá getspökum Grindvíkingum þar sem einn hópurinn hefur m.a. unnið 5. milljónir á síðustu 4 vikum.

Orri Freyr Hjaltalín genginn í raðir Þórs

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Þór hafa komist að samkomulagi og mun Orri Freyr því leika með sínu uppeldisfélagi næsta sumar. Orri hefur leikið 141 leik fyrir Grindavík eftir að hann kom frá Þór 2003 og hefur spilað flestar stöður á vellinum. Síðustu ár hefur hann borið fyrirliðabandið og fær það hlutverk að koma Þórsurum aftur upp í efstu deild eftir að hafa …

Ólafur skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ólafur Örn Bjarnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeildina. Fyrsta verkefni Guðjóns Þórðarsonar var að tryggja áframhaldandi veru Ólafs hjá Grindavík og er ánægjulegt að það tókst.  Ólafur er eins og allir vita einn af beti varnarmönnum landsins með 27 landsleiki að baki og þar af nokkra undir stjórn Guðjóns.   Með Grindavík hefur Ólafur spilað 165 leiki …

Unglingaráð knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Unglingaráð knattspyrnudeildarinnar auglýsir eftir áhugasömu fólki til starfa. Nánari upplýsingar veitir:Gauja netfang gauja@grindavik.iss.8934272 

Guðjón Þórðarson er nýr þjálfari Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG hefur ráðið Guðjón Þórðarson þjálfara meistaraflokks karla til næstu  þriggja ára. Guðjón þjálfaði BÍ/Bolungarvík á síðustu leiktíð en á að baki farsælan feril sem knattspyrnuþjálfari hér á landi, Englandi og Noregi.  

Niðurstöður aðalfundar í gærkveldi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG fyrir árið 2011 var haldinn í gærkvöldi og var vel mætt eða 47 manns. Jónas K. Þórhallsson var kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildarinnar en hann er ekki ókunnur því embætti en hann gengdi þeirri stöðu síðast 2006 og var nú síðast varaformaður deildarinnar. Tveir hættu í stjórn, Þorsteinn Gunnarsson og Símon Alfreðsson en í þeirra stað komu Rúnar …

8. flokkur í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

8. flokkur í knattspyrnu í vetur Æfingar hjá 8. flokki verða í Hópinu á laugardögum í vegur frá kl. 10:00-11:00. Æfingarnar eru yrir krakka 3 – 6 ára (ath. ekki yngri en 36 mánaða). Alls eru þetta 7 æfingar, sú fyrsta næsta laugardag en sú síðasta 17. desember. Námskeiðið kostar 3500 kr. Systkinaafsláttur, tvö systkini 6000 kr, þriðja systkini fær …

Mátunar og söludagur í Gulahúsi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Á morgun, miðvikudag, frá klukkan 16 – 19 fer fram mátunar- og söludagur í Gulahúsinu Hægt verður að kaupa keppnistreyjur, æfingagalla, töskur, húfur og fleira.  Tilboðsverð á öllum vörum. Látið sjá ykkur og gerið góð kaup fyrir jólin.

Æfingagjöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Æfingagjöld hafa ekki skilað sér nógu vel til UMFG Eins og allir ættu að vita, þá voru tekin upp æfingagjöld hjá UMFG um síðustu áramót. Æfingagjöldin eru þau lægstu sem nokkurt bæjarfélag getur státað sig af eða 20.000.- kr á ári, alveg sama hvort æfð er ein eða fleiri íþróttir. Deildir félagsins reiða sig á þessar greiðslur til að geta …