Ólafur skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Ólafur Örn Bjarnason hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeildina.

Fyrsta verkefni Guðjóns Þórðarsonar var að tryggja áframhaldandi veru Ólafs hjá Grindavík og er ánægjulegt að það tókst.  Ólafur er eins og allir vita einn af beti varnarmönnum landsins með 27 landsleiki að baki og þar af nokkra undir stjórn Guðjóns.  

Með Grindavík hefur Ólafur spilað 165 leiki og skorað 20 mörk þ.m.t. markið mikilvæga gegn ÍBV í haust.  Auk þess á Ólafur Örn að baki glæsilegan atvinnumannaferil með Brann í Noregi.