Nýr leikmaður:Pape Mamadou Faye

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Pape Mamadou Faye er nýjasti leikmaður Grindavíkur

Pape er tvítugur og hefur áður leikið með uppeldisfélagi sínu, Fylki, og með Leikni í sumar þar sem hann skoraði 9 mörk í 19 leikjum og hjálpaði við að koma Leikni upp í fyrstu deild.  

Pape skoraði eitt af mörkum Grindavíkur í æfingaleik gegn Selfossi í gær þar sem Grindavík vann 3-0 með mörkum frá Pape, Óla Baldri og Magnúsi.

Þá hefur Matthías Örn Friðriksson skrifað undir nýjan 3 ára samning.  Matthías hefur spilað 30 leiki með Grindavík í efstu deild en kom frá Þór árið 2009.