Marín Rún til liðs við Grindavík 

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Grindavík og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Marín Rún kemur til liðs við Grindavík frá Hellas Verona á Ítalíu þar sem hún hefur leikið undanfarna mánuði. Marín er 24 ára miðjumaður og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli með Keflavík. Hún lék alls 117 leiki með Keflavík í …

Knattspyrnudeildin fær 70 bolta að gjöf

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur fékk frábæra gjöf núna á dögunum þegar deildin fékk afhenta 70 bolta frá Rúnari Sigurjónssyni málara og Málningu ehf. Boltarnir koma frá PUMA og eru „fjarkar“ að stærð. „Það er einstakt að hafa svona öflugt fólk í okkar nærumhverfi sem lætur sér velferð félagsins varða og er tilbúið að styrkja fótboltann í Grindavík með þessum hætti. Þessi gjöf …

Birgitta á ný til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Birgitta Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir samning út leiktíðina með Grindavík og mun leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Birgitta er framherji og kemur til liðs við Grindavík frá Omonoia á Kýpur þar sem hún lék í vetur. Birgitta lék með Grindavík tímabilin 2019 og 2020. Hún var iðin við markaskorun hjá félaginu og skoraði alls 16 mörk í …

Petra Rós fyrsta konan í stjórn Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar fyrir starfsárið 2021 fór fram í gærkvöld í Gula húsinu. Á fundinum var kynntur ársreikningur deildarinnar fyrir árið 2022 ásamt því farið var yfir skýrslu stjórnar og nefna og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Rekstur deildarinnar er í góðu horfi en 1,3 mkr.- hagnaður var af rekstri Knattspyrnudeildar Grindavíkur á árinu 2021, Bæði tekjur og gjöld jukustu nokkuð á …

Aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG fer fram 24. febrúar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 24. febrúar og hefst kl. 18:00 í Gula húsinu við Austurveg. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1) Fundarsetning 2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari 3) Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram. 4) Formaður félagsins leggur fram skýrslu stjórnar. 5) Formaður unglingaráðs les skýrslu unglingaráðs. 6) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórar og félagsins …

Grindavík semur við bandarískan varnarmann

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við Caitlin Rogers og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Caitlin er 22 ára gömul og leikur í stöðu miðvarðar. Caitlin lék með University Of Montana og var meðal annars fyrirliði liðins í bandaríska háskólaboltanum. Hún vann til fjölmargra verðlauna á háskólaferli sínum og var meðal annars valin í lið ársins í deildinni …

Mimi Eiden til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur gert samning út tímabilið við framherjann Mimi Eiden og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Mimi hefur leikið með University of Montana í Bandaríkjunum og einnig University of North Dakota á háskólaferli sínum. Hún ólst upp í Bandaríkjunum en leikur fyrir landslið Líberíu. Hún er 22ja ára gömul. „Ég er mjög ánægður með að …

Anton Ingi áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Anton Ingi Rúnarsson verður áfram aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna á komandi tímabili. Anton Ingi er ungur og efnilegur þjálfari sem hefur starfað síðustu ár hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Anton Ingi kom inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki kvenna á miðri leiktíð í fyrra og myndaði gott teymi með Jóni Óla Daníelssyni, þjálfara liðsins. Auk þess að starfa sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna …

Vladimir Dimitrovski semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur gert samning við varnarmanninn Vladimir Dimitrovski og mun hann leika með félaginu í sumar í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Vladimir er 33 ára gamall miðvörður sem kemur frá Makedóníu. Vladimir á að baki 4 landsleiki með Makedóníu og átti einnig farsælan feril með U21 landsliði Makedóníu þar sem hann lék alls 19 landsleiki. Hann hefur leikið víða á …

Lauren Houghton semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

 Grindavík hefur samið við kanadíska markvörðinn Lauren Houghton og mun hún verja mark Grindavíkur í Lengjudeild kvenna í sumar. Lauren er 22 ára gömul og hefur leikið í háskólaboltanum í Kanada með háskólanum í Calgary. Þar hefur leikið við góðan orðstír og nokkrum sinnum verið tilnefnd í úrvalslið þar í landi. „Ég er mjög ánægður með að fá Lauren til …