Aðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG fer fram 24. febrúar

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur fer fram fimmtudaginn 24. febrúar og hefst kl. 18:00 í Gula húsinu við Austurveg.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1) Fundarsetning
2) Kosinn fundarstjóri – Kosinn fundarritari
3) Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
4) Formaður félagsins leggur fram skýrslu stjórnar.
5) Formaður unglingaráðs les skýrslu unglingaráðs.
6) Gjaldkeri félagsins leggur fram og útskýrir endurskoðaða reikninga aðalstjórar og félagsins í heild fyrir liðið starfsár til samþykktar.
7) Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
8) Kosning formanns
9) Kosning stjórnar
10) Kosning varastjórnar
11) Önnur mál.

Framboð til stjórnar berist á umfg@centrum.is eigi síðar en kl. 18:00 mánudaginn 21. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Már Gunnarsson, form. knattspyrnudeildar í síma 865-2900