Lauren Houghton semur við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

 Grindavík hefur samið við kanadíska markvörðinn Lauren Houghton og mun hún verja mark Grindavíkur í Lengjudeild kvenna í sumar.

Lauren er 22 ára gömul og hefur leikið í háskólaboltanum í Kanada með háskólanum í Calgary. Þar hefur leikið við góðan orðstír og nokkrum sinnum verið tilnefnd í úrvalslið þar í landi.

„Ég er mjög ánægður með að fá Lauren til liðs við Grindavík. Þetta er ungur markmaður sem er að taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður og mun án efa styrkja okkar lið,“ segir Jón Óli Daníelsson, þjálfari Grindavíkur.

Von er á Lauren til Íslands um miðjan febrúar.

Welcome to Grindavík, Lauren!