Anton Ingi áfram aðstoðarþjálfari kvennaliðsins

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Anton Ingi Rúnarsson verður áfram aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna á komandi tímabili. Anton Ingi er ungur og efnilegur þjálfari sem hefur starfað síðustu ár hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur.

Anton Ingi kom inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki kvenna á miðri leiktíð í fyrra og myndaði gott teymi með Jóni Óla Daníelssyni, þjálfara liðsins.

Auk þess að starfa sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna þá mun Anton Ingi áfram þjálfa 3. og 4. flokk karla í yngri flokkum félagsins.

Fleiri fréttir eru væntanlegar af meistaraflokki Grindavíkur á næstu dögum.

Áfram Grindavík!