Grindavík semur við bandarískan varnarmann

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við Caitlin Rogers og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Caitlin er 22 ára gömul og leikur í stöðu miðvarðar.

Caitlin lék með University Of Montana og var meðal annars fyrirliði liðins í bandaríska háskólaboltanum. Hún vann til fjölmargra verðlauna á háskólaferli sínum og var meðal annars valin í lið ársins í deildinni sem Montana lék í.

„Caitlin er öflugur varnarmaður með leiðtogahæfileika og er mikill karakter. Ég er þess fullviss um að hún styrkir okkar lið í öftustu víglínu,“ segir Jón Óli Daníelsson, þjálfari Grindavíkur.

Caitlin er væntanleg til Íslands í lok febrúar þegar Lengjubikar kvenna fer af stað. Caitlin og Mimi Eiden, sem samdi nýverið við Grindavík, léku saman hjá Montana og þekkjast því vel.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Caitlin velkomna til félagsins og við hlökkum til að sjá hana á Grindavíkurvelli í sumar.

Montana beat Boise State 1-0 on Sunday, September 12, 2021 at the South Campus Stadium.