Marín Rún til liðs við Grindavík 

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Grindavík og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Marín Rún kemur til liðs við Grindavík frá Hellas Verona á Ítalíu þar sem hún hefur leikið undanfarna mánuði.

Marín er 24 ára miðjumaður og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli með Keflavík. Hún lék alls 117 leiki með Keflavík í deild og bikar og hefur skorað í þeim 27 mörk.

„Ég er mjög ánægð að ganga til liðs við Grindavík. Mér lýst mjög vel á liðsfélaga mína og þjálfarateymið. Umgjörðin í Grindavík er mjög flott og ég er spennt að spila minn fyrsta leik,“ segir Marín Rún.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Marín Rún hjartanlega velkomna til félagsins og við hlökkum til að sjá hana á vellinum í gulu í sumar.