Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Gunnar Jarl Jónsson FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu. Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur. Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara og er námskeiðið ókeypis. Lögð …
Keflavík 2 – Grindavík 0
Grindavík mætti Keflavík í Lengjubikarnum í gær og endaði leikurinn 2-0 fyrir Keflavík. Grindavík hefur komið á óvart í þessu móti þar sem þeir eru í 4 sæti með 9 stig eftir 5 leiki, jafnir KR og tveimur sætum fyrir ofan Fram. KR og Grindavík mætast í Egilshöll 30 mars og svo tekur Grindavík á móti ÍA í lokaleik umferðarinnar …
Andri Ólafsson í Grindavík
Andri Ólafsson hefur skrifað undir samning við Grindavík út tímabilið 2014. Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Andra velkomin til félagsins.Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningsins.Neðri röð frá vinstri: Jónas Karl Þórhallson formaður, Andri ÓlafssonEfri röð frá vinstri: Rúnar Sigurjónsson formaður meistaraflokksráðs, Hjörtur Waltersson framkvæmdastjóri.
Unglingadómaranámskeið í knattspyrnu var vel sótt í Gulahúsinu
Yfir 20 unglingar og eitt foreldri mættu á unglingadómaranámskeið í Gulahúsinu sem haldið var af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.mars. Námskeiðið stóð í um tvær og hálfa klukkustund og var öllum opið og lýkur námskeiðinu með skriflegu prófi 24.mars. Á námskeiðinu fór Sigurður Óli Þórleifsson FIFA dómari yfir knattspyrnulögin en auk þess var einnig farið yfir ýmis …
Hópleiksfréttir
Jæja hópleikurinn hálfnaður og enn er allt galopið ennþá, Steve & co. einir á toppnum en sé hópur er eingöngu skipaður landsliðsmönnum í tippi við erum að tala um menn með 40 ára reynslu í faginu. Vísir skrifstofa er búin að lauma sér í 2-4. Hástökkvari vikunnar er Valdi Sæm en hann verður erfiður viðureignar enda er sennilega heppnasti maður …
Risapottur og Risakerfi
Jæja loksins kom risaseðill! Búnir að bíða eftir þessum millum í nokkrar vikur! Við erum byrjaðir s.s. að selja í næsta seðil, potturinn fyrir 13 rétta verður örugglega í kringum 200-210 milljónir. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til! Við ætlum að fá 3 efstu hópana í hópleiknum til að tippa seðilinn en þessir hópar eru einmitt efstir …
Unglingadómaranámskeið hjá Knattspyrnudeild UMFG
Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.mars og hefst kl. 20:00 í Gulahúsi. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu …
Fréttir af hópleiknum
Tipparar voru ekki að gera góða hluti um helgina en aðeins kom ein 10 í hús en Biggi Hermanns nældi í eina tíu fyrir BBG klíkuna, Strandamenn eru loksins farnir að sína sitt rétta andlit og fengu 7 rétta eftir að hafa fengið mjög óvænta 10 helgina áður. Annars gerðist mjög lítið á toppnum en hástökkvari vikunnar er BBG hópurinn …
Grindavík – BÍ/Bolungarvík
Grindavík og BÍ/Bolungarvík mætast í Akraneshöllinni á morgun klukkan 14:00. Er þetta leikur í þriðju umferð Lengjubikarsins. Grindavík er búinn að vinna einn(gegn Aftureldingu) og tapa einum(gegn Breiðablik) og er því í 4-6 sæti í riðlinum. BÍ gerði hinsvegar jafntefli við Breiðablik en tapaði fyrir ÍA þannig að þeir eru í næst neðsta sætinu, stigi ofar en Afturelding.
Hópleiksfréttir 7.mars
Eftir fjórar vikur er fisksalinn áfram í fyrsta sæti ásamt GK66 en þann hóp skipa tryggingasali, tannlæknir, þúsundþjalasmiður og pípari, Strandamenn halda áfram að koma á óvart og er óvæntur árangur þeirra farinn að vekja athygli út fyrir landsteinana. Charlies United rjúka upp töfluna en sá hópur er dótturfélag sigurvegarana frá því í fyrr. Úlli Píp er með nokkuð merkilegann …