Risapottur og Risakerfi

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Jæja loksins kom risaseðill! Búnir að bíða eftir þessum millum í nokkrar vikur! Við erum byrjaðir s.s. að selja í næsta seðil, potturinn fyrir 13 rétta verður örugglega í kringum 200-210 milljónir. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til! Við ætlum að fá 3 efstu hópana í hópleiknum til að tippa seðilinn en þessir hópar eru einmitt efstir og jafnir með 37 stig þegar dregi er frá ein vika af fimm.
Það er GK36, GK66 og Steve og Co.

Þeir sem eiga inneign og ætla að nota e-ð af henni til að kaupa hlut verða að melda sig inn hjá Bjarka á email bjarki@thorfish.is.  Þeir sem eru að koma nýjir inn þurfa að leggja inn fyrir þeim hlutum sem þeir ætla að kaupa. Þið þurfið að leggja inná reikning 0143-05-060020, kt: 640294-2219 og senda staðfestingu á bjarki@thorfish.is.