Héraðsdómaranámskeið í höfuðstöðvum KSÍ 27. mars

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Sókninni 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ fimmtudaginn 27. mars kl. 19:00.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara. Gunnar Jarl Jónsson FIFA dómari mun kenna á námskeiðinu.

Um er að ræða tveggja og hálfs tíma fyrirlestur.  Ekkert próf en viðvera gefur réttindi til héraðsdómara og er námskeiðið ókeypis.

Lögð er áhersla á hagnýtar hliðar dómgæslunnar.

Skráning er hafin á magnus@ksi.is