Tinna Hrönn Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík eða út tímabilið 2024. Þetta eru frábær tíðindi fyrir kvennalið Grindavíkur en Tinna er lykilleikmaður í liðinu og skoraði 7 mörk í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili. Tinna getur leyst margar stöður á vellinum en lék aðallega á vængnum hjá Grindavík sl. sumar. Hún er fædd árið 2004 en hefur …
Sigurjón endurnýjar samning sinn við Grindavík
Sigurjón Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Grindavík til næstu tveggja ára eða út tímabilið 2024. Sigurjón er 22 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Grindavíkur undanfarin tímabil. Sigurjón er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið 94 leiki í deild og bikar með félaginu. Hann leikur stöðu miðvarðar og á einnig að baki tvo leik með U19 …
Helgi Sigurðsson nýr þjálfari Grindavíkur
Helgi Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari hjá karlaliði Grindavíkur í knattspyrnu. Helgi gerir tveggja ára samning við Grindavík og mun stýra liðinu í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Helgi hefur áður stýrt Fylki og ÍBV og stýrði báðum félögum upp úr 1. deild karla. Helgi á einnig að baki afar farsælan feril sem leikmaður í atvinnumennsku og sem landsliðsmaður …
Haukur nýr formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur
Haukur Guðberg Einarsson var kjörinn nýr formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur á aukaaðalfundi deildarinnar sem fram fór fimmtudaginn 29. september síðastliðinn. Haukur hefur verið viðloðinn fótboltann í Grindavík um árabil, fyrst sem leikmaður, stuðningsmaður og svo sem sjálfboðaliði. Haukur hefur setið í stjórn deildarinnar undanfarin ár. Haukur tekur við sem formaður af Gunnari Má Gunnarssyni sem hafði gegnt embætti formanns undanfarin 5 …
Alfreð lýkur störfum hjá Grindavík
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur ákveðið að ljúka samstarfi sínu við Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfari meistaraflokks karla. Alfreð Elías tók við liði Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði Grindavík í 6. sæti Lengjudeildarinnar í sumar. „Við viljum þakka Alfreð fyrir hans störf hjá Grindavík í sumar og óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir …
Anton Ingi nýr þjálfari kvennaliðs Grindavíkur
Anton Ingi Rúnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík og tekur hann við starfinu af Jóni Ólafi Daníelssyn sem hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Anton Ingi er 26 ára gamall og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarin tvö tímabil. Anton Ingi gerir árssamning við Knattspyrnudeild Grindavíkur en Anton er mjög efnilegur þjálfari og hefur gert mjög góða hluti sem …
Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar fer fram 29. september
Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu fimmtudaginn 29. september kl 18:00. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu er bent á að senda tölvupóst á umfg@centrum.is. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Már Gunnarsson, formaður í síma 865-2900 Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG.
Aron Jó og Una Rós valin best á lokahófi Knattspyrnudeildar
Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með sl. laugardag í íþróttahúsinu í Grindavík. Lokahófið var afar glæsilegt að þessu sinni en alls sóttu um 250 manns hátíðarkvöldverðin og lokahófið og enn fleiri skemmtu sér vel fram eftir nóttu á dansleiknum. Boðið var upp á frábæran kvöldverð frá grindvísku kokkalandsliði. Þeir Atli Kolbeinn, BBQ Kóngurinn, Bíbbinn og Villi á Vörunni sáu um …
Forsala á lokahóf Knattspyrnudeildar er hafin
Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir tímabilið 2022 fer fram 17. september næstkomandi í Íþróttahúsinu í Grindavík. Uppskeruhátið fótboltans í Grindavík verður svo sannarlega stórglæsileg í ár. Húsið opnar kl. 19:00. Hátíðarkvöldverður hefst um kl. 19:30. Kokkalandsliðið Atli Kolbeinn, BBQ Kóngurinn, Bíbbinn og Villi á Vörinni sjá um að töfra fram matinn þetta árið. Meðal þeirra sem koma fram: – Aron Can …
Aron Dagur skrifar undir nýjan samning
Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur undirritað nýjan samning við Grindavík út tímabilið 2025. Aron Dagur er 23 ára gamall og hefur varið mark Grindavíkur undanfarin tvö tímabil en ólst upp hjá KA á Akureyri. „Ég er mjög ánægður með að skrifa undir nýjan samning við Grindavík. Hér líður mér ótrúlega vel. Fjölskyldan mín býr hér í Grindavík og umgjörðin hjá …