Í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur á Grindavíkurvelli þar sem Grindavík mun taka á móti Haukum í 1. deild karla í knattspyrnu. Mikill stígandi hefur verið í leik Grindavíkurliðsins í undanförnum leikjum og stigin safnast hratt í sarpinn. Má segja að í kvöld sé komið að ögurstundu þar sem skorið verður úr um hvort að liðið muni blanda sér …
Tvö mörk beint úr hornspyrnu á móti sama liðinu
Eins og við greindum frá á mánudaginn þá skoraði Jósef Kristinn Jósefsson mark gegn Fjarðabyggð núna um helgina beint úr aukaspyrnu. Slík mörk eru ekki mjög algeng en á Fótbolta.net í gær var það rifjað upp að þetta er í annað skiptið í ár sem Jósef skorar slíkt mark og það gegn sama liði! Í samtali við Fótbolta.net sagði Jósef …
Glötuð stig í Grafarvogi
Stelpurnar okkar heimsóttu Grafarvoginn um helgina þar sem heimastúlkur í Fjölni tóku á móti þeim. Fyrir leikinn voru Fjölnisstúlkur næst neðstar í deildinni með 4 stig en Grindvíkingar á toppnum með 19 stig og aðeins búnar að tapa stigum einu sinni í sumar þegar þær gerðu jafntefli við Víking á útivelli. Sigur í þessum leik hefði styrkt stöðu Grindavíkur á …
Góður sigur fyrir austan og Grindavík klifrar upp töfluna
Eftir fremur rysjótta byrjun á fótboltasumrinu hjá strákunum í 1. deildinni hefur liðið tekið hressilega við sér og stigin tekið að safnast í sarpinn í síðustu leikjum. Í gær hélt liðið austur á firði þar sem lið Fjarðabyggðar var sótt heim á Eskjuvelli á Eskifirði. Þegar liðið mættust í Grindavík í vor fóru Austfirðingar með 1-3 sigur af hólmi og …
Toppslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar FH kemur í heimsókn
Það verður sannkallaður toppslagur í 1. deild kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld kl. 20:00 en þá mætast lið Grindavíkur og FH. Grindavík er á toppi B riðils 1. deildar með 16 stig og FH-ingar eru svo í öðru sæti með 15 en einu stigin sem FH hefur tapað í sumar voru einmitt í tapleik á móti Grindavík í Kaplakrika. Búast …
Scott Ramsay kvaddi Grindavík með sigri
Scott Ramsay lék sinn síðasta leik fyrir Grindavík í sumar í gærkvöldi þegar hann kom inná sem varamaður gegn KA og lagði upp sigurmarkið. Scotty sem verður fertugur í haust hefur því að öllum líkindum leikið sinn síðasta keppnisleik í gulu treyjunni en hann mun leika með Reyni frá Sandgerði í 2. deildinni það sem eftir lifir sumars. Scott Ramsay …
Grindavík sigraði Costa Blanca mótið á Spáni
Stelpurnar í 3. flokki kvenna í knattspyrnu, sem í vetur voru afar duglegar við margskonar fjáraflanir, hafa undanfarna daga notað ávaxta erfiðis síns á Spáni þar sem þær kepptu á Costa Blanca mótinu og er skemmst frá því að segja að þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið. Við óskum þessum efnilegum knattspyrnukonum að sjálfsögðu til hamingju með þennan …
Rýr uppskera Grindvíkinga í Ólafsvík um helgina
Grindvíkingum tókst ekki að sækja gull í greipar Víkings í Ólafsvík um helgina þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þrjú lið Grindvíkinga léku á Ólafsvíkurvelli um helgina, meistaraflokkur karla, 2. flokkur karla og meistaraflokkur kvenna, og snéru liðin heim með 2 stig í farteskinu af 9 mögulegum. Strákarnir í meistaraflokki riðu á vaðið á laugardeginum en riðu þó ekki feitum hesti frá …
Stelpurnar enn taplausar
Grindavík tók á móti Álftanesi í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær en stelpurnar hafa farið hreint ótrúlega af stað í sumar og eru enn taplausar, bæði í deild og bikar. Eftir þægilegan stórsigur gegn Hvíta Riddaranum í síðasta leik 0-10 mættu stelpurnar öllu meiri mótspyrnu í gær en náðu þó að knýja fram sigur að lokum, 2-1. Margrét …
Öruggur heimasigur í gær, Grindavík 2 – HK 0
Grindvíkingar tóki á móti HK í 1. deildinni í knattspyrnu í gær, en fyrir leikinn höfðu bæði lið átt í basli með að koma tuðrunni í netið. Fyrir okkar menn var ekkert annað í stöðunni en að breyta því og þoka liðinu nær toppnum og slíta sig frá fallbaráttu. Það er skemmst frá því að segja að það plan gekk …