Kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna fyrir komandi tímabil. Lið Grindavíkur náði ótrúlega góðum árangri á liðnu sumri þar sem þær töpuðu ekki leik í deildinni og voru hársbreidd frá því að fara upp í úrvalsdeild. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á glpalsson@simnet.is.
Óli Stefán tekur við meistaraflokki karla í knattspyrnu
Í hinum stríða straumi frétta sem streymt hefur fram hér á síðunni síðustu daga er ein stórfrétt sem gleymdist að greina frá en það eru þjálfaraskipti hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Grindavík. Tommy Nielsen hefur lokið störfum fyrir félagið og mun Óli Stefán Flóventsson vera aðalþjálfari liðsins næsta sumar en þeir félagar voru saman með liðið í sumar. Reynsluboltinn …
Daníel Leó valinn í U21 landsliðið
Grindvíkingurinn, og leikmaður Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, Daníel Leó Grétarsson, hefur verið valinn í 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland í undankeppni EM2017. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í sínum riðli og er í efsta sæti með 7 stig eftir 3 leiki. Leikirnir fara fram 8. og 13. október. Daníel á að baki 4 leiki með …
Alex Freyr Hilmarsson á reynslu hjá Malmö
Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin þrjú ár og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi knattspyrnudeildarinnar á dögunum, er um þessar mundir á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö. Fótbolti.net greindi frá: „Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður Grindavíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Malmö í Svíþjóð. Alex mun æfa með Malmö næstu dagana og á …
Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliðið sem fer til Svartfjallalands
Grindvíska knattspyrnukonan Dröfn Einarsdóttir hefur verið valin í U17 ára landslið kvenna sem heldur til Svartfjallalands dagana 20. til 28. október en þá verður keppt í undanriðli fyrir úrslitakeppni EM. Dröfn var lykilmaður í liði Grindavíkur í sumar og var valin efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófinu á dögunum. Hópinn í heild sinni og frekar upplýsingar um liðið má sjá á …
Æfingatafla knattspyrnudeildar klár – Æfingar hefjast í dag
Æfingatafla knattspyrnudeildar UMFG fyrir veturinn er nú tilbúin og hefjast æfingar samkvæmt henni í dag. Æfingarnar fara fram í Hópinu, fjölnota íþróttahúsi Grindavíkur. Vakin er athygli á sameiginlegum þrekæfingum allra deilda fyrir 5.-10. bekk en lesa má nánar um það með því að smella hér. Æfingatafla knattspyrnudeildar UMFG Æfingatöflur annarra deilda UMFG
Æfingagjöld UMFG
Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að skrá börnin sín í Nóra kerfið ef þau ætla að æfa íþróttir í vetur innan deilda UMFG Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Slóðin er https://umfg.felog.is/ ef þið hafið gleymt lykilorði þá endilega hafið samband í gegnum umfg@umfg.is og við sendum nýtt lykilorð í tölvupósti.
Alex og Bentína valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar
Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með glæsibrag núna um helgina. Hátíðarhöldin fóru fram í Eldborg og voru 250 gestir mættir þar saman komnir til að skemmta sér saman. Fjölmargar viðurkenningar og heiðranir voru veittar til leikmanna og velunnara deildarinnar en þau Alex Freyr Hilmarsson og Bentína Frímannsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna. Hjónin Rún Pétursdóttir og Ingólfur …
Grindvíkingar kláruðu tímabilið með trukki
Grindvíkingar kláruðu tímabilið í 1. deild karla í knattspyrnu með glæsibrag nú á laugardaginn þegar liðsmenn Fram komu í heimsókn. Liðin höfðu í raun að engu að keppa, en þau voru hvorki á leið upp né niður, sama hver úrslitin leiksins yrðu. Það var því aðeins spilað upp á stoltið og má með sanni segja að Grindvíkingar hafi tekið það …
Ísland – Kasakhstan á Grindavíkurvelli á morgun
U17 ára landslið karla í knattspyrnu hefur á morgun, þriðjudaginn 22. september, leik í undankeppni Evrópumóts landsliða, en fyrsti leikur liðsins fer fram á Grindavíkurvelli. Leikurinn hefst klukkan 16:00. Liðið æfði á vellinum í dag við ágætar aðstæður en það er hætt við að liðin fái nokkuð hressilegan vind og jafnvel rigningu á morgun.