Alex og Bentína valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram með glæsibrag núna um helgina. Hátíðarhöldin fóru fram í Eldborg og voru 250 gestir mættir þar saman komnir til að skemmta sér saman. Fjölmargar viðurkenningar og heiðranir voru veittar til leikmanna og velunnara deildarinnar en þau Alex Freyr Hilmarsson og Bentína Frímannsdóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna. 

Hjónin Rún Pétursdóttir og Ingólfur Júlíusson voru gerð að heiðursfélögum deildarinnar og einnig fékk Ingólfur gjöf frá deildinni þar sem hann varð áttræður á árinu. Knattspyrnugoðsögnin Scott Ramsay var einnig heiðraður fyrir sitt framlag til fótboltans í Grindavík en hann lék sinn síðasta leik fyrir Grindavík í sumar.

Leikmanna viðurkenningar meistaraflokks:

Leikmenn ársins:
Alex Freyr Hilmarsson og G. Bentína Frímannsdóttir.

Efnilegustu leikmennirnir:
Marínó Axel Helgason og Dröfn Einarsdóttir.

Markakóngur og drottning:
Tomislav Misura (7 mörk í deild) og Margrét Albertsdóttir (16 mörk í deild).

2. flokkur karla

Besti leikmaðurinn:
Anton Ingi Rúnarsson

Markakóngur:
Anton Ingi Rúnarsson

Þá voru þeir Guðmundur Ingi og Arnar Már heiðraðir af 2. flokki karla sem þjálfarar ársins en þeir hafa verið ótrúlega flottir með strákunum og aðstoðað Janko mikið.

Heiðursviðurkenningahafarnir Ingólfur, Rún og Scotty ásamt þeim Jónasi og Helga.

Bestu leikmenn Grindavíkur, Bentína og Alex, með viðurkenningar sínar.

Leikmenn 2. flokks ásamt þjálfurum ársins

Fleiri myndir á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar