Staða þjálfara meistaraflokks kvenna í knattspyrnu laus til umsóknar

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna fyrir komandi tímabil. Lið Grindavíkur náði ótrúlega góðum árangri á liðnu sumri þar sem þær töpuðu ekki leik í deildinni og voru hársbreidd frá því að fara upp í úrvalsdeild. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á glpalsson@simnet.is.