7.flokkur drengja keppir við Njarðvík um næstu helgi. Strákarnir keppa hér í Hópinu í Grindavík við Njarðvík næstkomandi sunnudag 20.febrúar. Garðar verður með Grindavíkurtreyjur. Munum eftir legghlífum! Mæting kl.14.30. Leikirnir hefjast kl.14.45 og verður lokið kl.16.
Fjölnir á toppinn
Það voru vélstjórarnir á Fjölni SU 57 sem voru hlutskarpastir í fyrstu viku Hópleiksins um helgina, en þeir fengu 11 rétta og höfðu rúmar 36 þúsund krónur upp úr krafsinu. Þátttakan í leiknum er góð og eru 46 hópar skráðir til leiks. Enn er hægt að skrá hóp til leiks en leikurinn stendur í 12 vikur en 10 bestu …
Öflugt starf sjálfboðaliða
Aðalfundur knattspyrnudeildar Grindavíkur fyrir árið 2010 var haldinn í gærkvöld. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: ,,Aðalfundurinn skorar á bæjaryfirvöld að ráðast sem fyrst í að reisa búnings- og félagsaðstöðu við Hópið og stúkuna. Minnt er á að 50% endurgreiðsla virðisauka af vinnu við íþrótta- og skólamannvirki gildir út þetta ár. Knattspyrnudeildin er tilbúin til þess að gera samning við Grindavíkurbæ …
Nýr leikmaður:Mladen Sokic
Meistaraflokkur karla í körfuknattleik hefur fengið liðstyrk frá Serbíu í Mladen Sokic. Sokic er 202 cm frá Serbíu og getur spilað sem bakvörður og framherji. Grindavík er því komið með þrjá erlenda leikmenn því fyrir eru Kevin Simms sem kom á dögunum og hinn vinsæli Ryan Pettinella. Næsti leikur hjá Grindavík er toppbaráttuleikurinn gegn Snæfell í kvöld þar sem allir …
Tékkneskur framherji til Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tékkneska framherjann Michal Pospisil til næstu tveggja ára. Hann hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu og skoraði m.a. í tvígang í æfingaleik gegn Stjörnunni um helgina. Pospisil er 31 árs og reynslumikill framherji sem hefur leikið í efstu deild í þremur löndum. Hann hefur leikið 186 leiki í efstu deild í Tékklandi …
Ert ÞÚ að fara á leik í enska boltanum??
Laugardaginn 12. febrúar fer af stað hópleikur hjá getraunaþjónustu knattspyrnudeildar UMFG. Leikreglur eru einfaldar og allir geta verið með, leikurinn stendur í 12 vikur en 10 bestu vikurnar hjá hverjum hóp gilda. Eina sem þú þarft að gera er að koma upp í Gula Hús milli kl 11 og 14 á laugardögum og tippa á leiki helgarinnar en lágmarksupphæð seðilsins er 512 kr. …
Aðalfundur knattspyrnudeildar
Aðalfundur knattspyrnudeildar fer fram á morgun, fimmtudag, í gula húsi klukkan 20:00 Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Allir velkomnir.
5.sætið í fótbolti.net mótinu
Grindavík lagði Stjörnuna í leik um 5.sætið í fotbolti.net mótinu í gær Leikurinn fór fram í Kórnum í þessu kærkomna æfingamóti þar sem hægt er að prófa menn í nýjum stöðum og sjá hvernig nýjir leikmenn standa sig. Michal Pospil, tékkneskur framherji á reynslu, spilaði í fremstu víglínu og gerði sér lítið fyrir og skoraði 2 mörk í venjulegum leiktíma. …
Grindavík gegn Stjörnunni á morgun
Grindavík og Stjarnan keppa um 5.sætið í fotbolti.net mótinu á morgun. Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 11:00 Magnús Björgvinsson mætir þar sínum gömlu félögum en hann skoraði einmitt sigurmarkið í síðasta leik. Loic Ondo er mættur aftur og mun væntanlega spila eitthvað á morgun og þá sótti Beggi vallarstjóri tékkneskan sóknarmann ,Michal Pospisil, upp á flugvöll …
Hólmfríður ætlar að prófa
Hólmfríður Samúelsdóttir hefur ákveðið að taka fram skónna og spila með Grindavík í sumar ef hún verður orðin góð af meiðslum. Kvennalið Grindavíkur undirbýr sig fyrir slaginn í sumar. Á dögunum skrifuðu átta leikmenn liðsins undir nýja samninga. Þeirra á meðal var Hólmfríður Samúelsdóttir sem verður liðinu án efa mikill liðsstyrkur. Hólmfríður ætlar reyndar að æfa til vors og sjá …