Ert ÞÚ að fara á leik í enska boltanum??

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Laugardaginn 12. febrúar fer af stað hópleikur hjá getraunaþjónustu knattspyrnudeildar UMFG.

 

Leikreglur eru einfaldar og allir geta verið með, leikurinn stendur í 12 vikur en 10 bestu vikurnar hjá hverjum hóp gilda.

Eina sem þú þarft að gera er að koma upp í Gula Hús milli kl 11 og 14 á laugardögum og tippa á leiki helgarinnar en lágmarksupphæð seðilsins er 512 kr.

Einnig er hægt að senda seðilinn á umfg@centrum.is

Verðlaunun verða ekki af verri endanum:

1. sæti: Ferð fyrir 2 á leik í Enska boltanum með Úrval Útsýn.

2. sæti 25.000 kr. Gjafabréf frá Úrval Útsýn og 2 árskort á leiki

Grindavíkur í sumar.

3. sæti 25.000 kr Gjafabréf frá Úrval Útsýn.

 

Að auki er RISAPOTTUR um næstu helgi og potturinn fyrir 13 rétta er 160 milljónir.

 

Sjáumst á laugardaginn