Grindavík gegn Stjörnunni á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Stjarnan keppa um 5.sætið í fotbolti.net mótinu á morgun.

Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 11:00

Magnús Björgvinsson mætir þar sínum gömlu félögum en hann skoraði einmitt sigurmarkið í síðasta leik.

Loic Ondo er mættur aftur og mun væntanlega spila eitthvað á morgun og þá sótti Beggi vallarstjóri tékkneskan sóknarmann ,Michal Pospisil, upp á flugvöll í gær sem verður forvitnilegt að sjá enda er sóknin sú staða sem helst er þörf á að bæta eftir að Grétar og eldri Ondo hurfu á brott.