Nýr leikmaður:Mladen Sokic

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Meistaraflokkur karla í körfuknattleik hefur fengið liðstyrk frá Serbíu í Mladen Sokic.

Sokic er 202 cm frá Serbíu og getur spilað sem bakvörður og framherji.  Grindavík er því komið með þrjá erlenda leikmenn því fyrir eru Kevin Simms sem kom á dögunum og hinn vinsæli Ryan Pettinella.

Næsti leikur hjá Grindavík er toppbaráttuleikurinn gegn Snæfell í kvöld þar sem allir eru hvattir til að mæta á og hvetja liðið upp í efsta sætið í deildinni.