Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Alfreð gerir þriggja ára samning við Grindavík og mun hefja störf á næstu dögum. Alfreð hefur undanfarin fimm ár þjálfað kvennalið Selfoss og gerði liðið meðal annars að bikarmeisturum árið 2019. Þar áður hefur hann þjálfað lið Ægis í Þorlákshöfn, ÍBV, BÍ/Bolungarvík og GG þar sem hann hóf …
Sigurður Bjartur & Kristín valin best á lokahófi knattspyrnudeildar
Lokahóf Knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram sl. laugardagskvöld. Hófið var sérstaklega glæsilegt og fór fram á Bryggjunni. Óhætt er að segja að lokahófið hafi tekist vel upp og skemmtu fjölmargir Grindvíkingar sér vel eftir langa bið. Gummi Ben var veislustjóri og stóð sig með mikilli prýði. Grindavíkurdætur fluttu nokkur falleg lög og Guðni Ágústsson var ræðumaður kvöldsins. ClubDub skemmtu yngri kynslóðinni …
Úrslit í Happadrætti Knattspyrnudeildar Grindavíkur – Lokahóf 2021
Frábær þátttaka var í Happadrætti Knattspyrnudeildar Grindavíkur sem fram fór á lokahófinu deildarinnar í gærkvöldi. Fjölmargir keyptu miða, freistuðu gæfunnar og styrktu um leið félagið okkar. Þökkum kærlega þennan frábæra stuðning og einnig þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem gáfu vinninga í Happadrættið. Vinningshafar geta nálgast vinninga úr happadrættinu til 1. nóvember á skrifstofu UMFG í Gjánni. Hér að neðan má sjá …
Æfingatafla hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar
Æfingar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Grindavíkur hefjast á ný í dag eftir stutt frí. Búið er að setja upp töflu sem gildir næstu vikurnar eða þar til að meistaraflokkar félagsins hefja aftur æfingar í lok október. Tafla gildir frá 15. september 2021 til 1. nóvember 2021. Taflan er birt með fyrirvara um breytingar. Búið er að stofna inn allar æfingar …
Starf yfirþjálfara knattspyrnudeildar laust til umsóknar
Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir starf yfirþjálfara laust til umsóknar. Félagið leitar af metnaðarfullum, skipulögðum, áreiðanlegum og kraftmiklum einstaklingi með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og leita leiða til að efla en frekar yngri flokka starf félagsins. Yfirþjálfari hefur m.a. yfirumsjón með faglegu barna- og unglingastarfi sem skal unnið samkvæmt siðareglum, uppeldisáætlun og lögum …
Sigurbjörn Hreiðarsson hættir sem þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu að loknu tímabilinu í Lengjudeild karla. Sigurbjörn tók við Grindavík haustið 2019 eftir að liðið féll úr efstu deild. Liðið varð í 4. sæti í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og situr liðið nú í 7. sæti á yfirstandi leiktíð þegar þrír leikir eru eftir. Aðstoðarþjálfarinn Ólafur Brynjólfsson …
Knattspyrnuskóli Janko & Cober hefst í næstu viku
Knattspyrnudeild Grindavíkur verður með Knattspyrnuskóla í sumar fyrir krakka í 7. til 4. flokk hjá strákum og stelpum. Milan Stefán Jankovic og Nihad Cober Hasecic verða skólastjórar í knattspyrnuskólanum í ár ásamt aðstoðarfólki. Skipulagið á knattspyrnuskólanum er með þeim hætti að boðið verður upp þriggja vikna námskeið og hefst skólinn mánudaginn 14. júní. Æfingatímar á Knattspyrnuskólanum eru eftirfarandi: 7. flokkur …
Belgískur framherji til liðs við Grindavík
Grindavík hefur fengið Laurens Symons að láni og mun hann leika með félaginu í sumar í Lengjudeildinni. Symons kemur frá belgíska félagsliðinu Mechelen og á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Belgíu þar sem hann hefur skorað 3 mörk. Symons er 19 ára gamall og leikur stöðu framherja. Hann var áður á mála hjá Lokeren í Belgíu þar sem …
Oddur Ingi aftur á láni til Grindavíkur
Oddur Ingi Bjarnason mun ganga til liðs við Grindavík annað kvöld að láni frá KR. Oddur Ingi verður í leikmannahópi KR gegn Fylki annað kvöld. Að leiknum loknum mun hann hafa félagaskipti yfir til Grindavíkur og leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar. Oddur ætti að vera kominn með leikheimild fyrir leik Grindavíkur gegn Þór Akureyri sem fram fer á …
Eldsumbrot þemað í nýjum varabúningum Grindavíkur
Knattspyrnudeild Grindavíkur kynnir í samvinnu við Jóa Útherja nýjan varabúning félagsins fyrir komandi keppnistímabil í Lengjudeildinni. Grindavík hefur til fjölda ára leikið í bláum varabúningum en í tilefni af eldsumbrotunum sem hafa átt sér stað í nálægð við Grindavík var ákveðið að reyna að tengja nýjan búning við náttúruöflin sem eru allt í kringum okkur. Þemað í búningnum er nýstorknað …