Belgískur framherji til liðs við Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur fengið Laurens Symons að láni og mun hann leika með félaginu í sumar í Lengjudeildinni. Symons kemur frá belgíska félagsliðinu Mechelen og á að baki 11 leiki með yngri landsliðum Belgíu þar sem hann hefur skorað 3 mörk.

Symons er 19 ára gamall og leikur stöðu framherja. Hann var áður á mála hjá Lokeren í Belgíu þar sem landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Þór Viðarsson, þjálfaði hann meðal annars.

„Það er mjög ánægjulegt að fá þennan ungan leikmann til liðs við okkur. Laurens er mjög tæknilega góður leikmaður sem ég tel að geti hjálpað okkur í sumar. Það er alveg ljóst að hann er með mjög góðan grunn og með auga fyrir mörkum,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

Symons er kominn með leikheimild hjá Grindavík og verður í leikmannahópi Grindavíkur gegn Þór Akureyri í Lengjudeildinni á morgun þegar önnur umferð hefst.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Laurens Symons velkominn til Grindavíkur!