Oddur Ingi aftur á láni til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Oddur Ingi Bjarnason mun ganga til liðs við Grindavík annað kvöld að láni frá KR. Oddur Ingi  verður í leikmannahópi KR gegn Fylki annað kvöld. Að leiknum loknum mun hann hafa félagaskipti yfir til Grindavíkur og leika með Grindavík í Lengjudeildinni í sumar.

Oddur ætti að vera kominn með leikheimild fyrir leik Grindavíkur gegn Þór Akureyri sem fram fer á fimmtudag.

Það eru frábærar fréttir fyrir Grindavík að endurheimta Odd Inga sem var frábær hjá félaginu á síðustu leiktíð. Hann lék 17 leiki með Grindavík á síðustu leiktíð og skoraði 7 mörk. Hann hefur verið mjög drjúgur fyrir KR á undirbúningstímabilinu og kemur með hraða sinn og leikgleði til Grindavíkur á nýjan leik.

„Ég er afar ánægður að með að vinna aftur með Oddi Inga. Hann er frábær leikmaður sem hentar okkar leikstíl fullkomlega,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur. „Oddur þekkir sitt hlutverk vel hjá félaginu og mun smellpassa inn í verkefni sumarsins sem er að komast á ný í efstu deild.“

Knattspyrnudeild Grindavíkur vill koma á framfæri þökkum til KR-inga fyrir þeirra samvinnu í málinu.

Velkominn aftur Oddur Ingi!
Áfram Grindavík!
💙💛