Það var flottur hópur af ungum Judo köppum úr Grindavík sem tóku þátt í Góu móti JR um síðustu helgi og gerðu sér lítið fyrir og unnu 7 gullverðlaun, 3 silfur og 2 bronsverðlaun. þetta er yngri hópurinn hjá deildinni og stefnir allt í að þetta verði flott hjá þeim í framtíðinni. hann Guðmundur Birkir Agnarsson tók þessa fínu mynd af …
Judo æfingar fyrir 3-5 ára
Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 02.mars kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun vera í mars og apríl á miðvikudögum kl 16:00 og kosta þessir tveir mánuðir 10.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG https://umfg.felog.is/
Frábær árangur Grindvíkinga á afmælismóti JSÍ
Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram um helgina en þar áttu Grindvíkingar níu öfluga keppendur sem unnu til alls sex verðlauna á mótinu. Komu þeir heim með tvenn gullverðlaun, þrenn silfur og ein bronsverðlaun. Úrslitin á mótinu í heild sinni má sjá á heimasíðu Júdófélags Reykjavíkur en verðlaunahafar frá Grindavík voru eftirfarandi: Drengir U13 -38Hjörtur Klemensson, 2. sæti Drengir U13 -46Agnar …
Opið hús hjá Judodeildinni um helgina
Judodeild UMFG verður með opið hús helgina 28. – 29. nóvember 2015 í Gjánni í íþróttamiðstöðinni. Deildin fær góða gesti í heimsókn frá Judofélagi Reykjavíkur og munu 6-11 ára krakkar sem æfa judo með félaginu koma í heimsókn og byrja þau að æfa og keppa eftir hádegi á laugardeginum. Á sunnudegi byrja svo æfingar kl 10:00 að morgni. Allir velkomnir …
Styrktaræfingar hætta
Tekin hefur verið ákvörðun um að styrktaræfingar sem halda átti á vegum allra deilda UMFG verði felldar niður. Því verða engar styrktaræfingar eins og staðan er en verið er að skoða breytingar varðandi framhald af æfingum.
Æfingagjöld UMFG
Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að skrá börnin sín í Nóra kerfið ef þau ætla að æfa íþróttir í vetur innan deilda UMFG Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Slóðin er https://umfg.felog.is/ ef þið hafið gleymt lykilorði þá endilega hafið samband í gegnum umfg@umfg.is og við sendum nýtt lykilorð í tölvupósti.
Æfingagjöld UMFG
Heil og sæl foreldar / forráðamenn, Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í. Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf Þeir …
Æfingatafla UMFG veturinn 2015-2016
Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um …
Nýjung hjá UMFG: Sameiginlegar þrekæfingar allra deilda fyrir 5.-10. bekk
Athygli er vakin á sameiginlegum þrekæfingum allra deilda UMFG í vetur fyrir 5.-10. bekk, tvisvar í viku. Deildirnar munu skiptast á að sjá um þrekæfingarnar en þær hefjast miðvikudaginn 2. september og fara fram í litla salnum (gamla anddyrinu) í íþróttahúsinu. Iðkendur eru hvattir til að nýta sér þessa viðbót við æfingaflóruna. Æfingarnar eru sem hér segir: Mánudagar5.-7. bekkur kl. …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 09.júní kl 20:00 fundurinn verður haldinn á sal í nýrri aðstöðu UMFG við Austurveg 1 venjuleg aðalfundarstörf.