Opið hús hjá Judodeildinni um helgina

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Judó

Judodeild UMFG verður með opið hús helgina 28. – 29. nóvember 2015 í Gjánni í íþróttamiðstöðinni. Deildin fær góða gesti í heimsókn frá Judofélagi Reykjavíkur og munu 6-11 ára krakkar sem æfa judo með félaginu koma í heimsókn og byrja þau að æfa og keppa eftir hádegi á laugardeginum.

Á sunnudegi byrja svo æfingar kl 10:00 að morgni. Allir velkomnir að koma við og sjá/hitta þjálfara og krakkana við æfingar.