Frábær árangur Grindvíkinga á afmælismóti JSÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Judó

Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram um helgina en þar áttu Grindvíkingar níu öfluga keppendur sem unnu til alls sex verðlauna á mótinu. Komu þeir heim með tvenn gullverðlaun, þrenn silfur og ein bronsverðlaun. Úrslitin á mótinu í heild sinni má sjá á heimasíðu Júdófélags Reykjavíkur en verðlaunahafar frá Grindavík voru eftirfarandi:

Drengir U13 -38
Hjörtur Klemensson, 2. sæti

Drengir U13 -46
Agnar Guðmundsson, 2. sæti

Drengir U13 -55
Tinna Einarsdóttir, 1. sæti

Drengir U15 -34
Adam Latkowski, 1. sæti
Róbert Latkowski, 2. sæti

Drengir U15 -38
Kristinn Guðjónsson, 3. sæti 

Tinna Einarsdóttir byltir andstæðingi sínum með glæsibrag.

Mynd: Piotr Slawomir Latkowski