Góumót JR 20. febrúar 2016

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Það var flottur hópur af ungum Judo köppum úr Grindavík sem tóku þátt í Góu móti JR um síðustu helgi og gerðu sér lítið fyrir og unnu 7 gullverðlaun, 3 silfur og 2 bronsverðlaun. þetta er yngri hópurinn hjá deildinni og stefnir allt í að þetta verði flott hjá þeim í framtíðinni. 
hann Guðmundur Birkir Agnarsson tók þessa fínu mynd af hópnum og setti inn á Judo síðuna hjá UMFG þar sem við fengum að hafa hana hér líka.