Það er ljóst að Grindvíkingar munu mæta til leiks með nokkuð breyttan leikmannahóp í Domino's deild karla á næsta tímabili, en að minnsta kosti þrír leikmenn liðsins verða að öllum líkindum ekki með liðinu á næsta ári. Fyrirliði liðsins, Þorsteinn Finnbogason, gaf það út á Twitter á dögunum að hann væri að leita sér að nýju liði og þá á …
Orri Freyr til GG
Orri Freyr Hjaltalín, sem gekk til liðs við Grindavík á ný í haust eftir að hafa leikið norðan heiða síðan 2012, hefur gengið frá félagaskiptum frá Grindavík yfir í GG. Fótbolti.net greindi frá: Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín hefur gengið til liðs við GG í 4. deildinni. Orri spilaði sinn síðasta leik með uppeldisfélaginu Þór síðastliðið haust. Orri flutti þá til …
Grindvíkingar í úrslit Lengjubikarsins annað árið í röð
Grindvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikarsins annað árið í röð þegar liðið bar sigurorð af KA síðastliðinn fimmtudag. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Grindavík en það var fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson sem skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn má lesa hér. Úrslitaleikurinn fer fram mánudaginn 9. apríl kl. 19:15 en leikið verður á Eimskipavellinum í Laugardal. …
Þrívíddarinnlit í nýtt íþróttahús
Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús hér í Grindavík. Þó enn sé nokkuð í verklok, en þau eru áætluð í byrjun árs 2019, er nú hægt að skyggnast inn í framtíðina hér með þessum tölvuteiknuðu þrívíddarmyndum af íþróttamannvirkjunum eins og þau eiga að líta út að framkvæmdum loknum. Hér að neðan má einnig sjá þrívíddarvídjó þar sem hægt er að …
Sex leikmenn Grindavíkur í U16 og U18 stúlknalandsliðum Íslands
Þjálfarar U16 og U18 liða drengja og stúlkna hafa valið sín 12 manna landslið fyrir verkefni sumarsins. Þjálfararnir boðuðu til sín æfingahópa um jól og áramót og hafa fylgst með leikmönnum í leikjum og á fjölliðamótum í vetur og hafa nú valið sín endanleg lið fyrir verkefnin framundan. Liðin fjögur í U16 og U18 drengja og stúlkna fara öll á NM …
Grindvíkingar farnir í sumarfrí í körfuboltanum
Sumarfríið kom snemma hjá meistaraflokkum karla og kvenna í körfubolta þetta árið, en Grindavík er úr leik bæði í úrslitakeppni Domino's deildar karla og 1. deildar kvenna. Strákarnir sóttu Tindastól heim á föstudaginn og þrátt fyrir að leika á köflum alveg ágætlega og leiða stóran hluta leiksins sigu Stólarnir fram úr að lokum og lönduðu sigri, 84-81. Umfjöllun um leikinn …
Stelpurnar töpuðu gegn KR í annað sinn
Grindavíkurkonur eru komnar í erfiða stöðu í úrslitakeppni 1. deildar eftir tap gegn KR á heimavelli í gær. KR konur eru því komnar í 2-0 í viðureigninni en vinna þarf 3 leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum. KR-ingar unnu alla leikina sína í deildina í vetur og eru því enn ósigraðar. Umfjöllun Víkurfrétta um leikinn í gær: Grindavík …
Tinna sigraði sterkan strákaflokk – Sjö grindvískir keppendur á verðlaunapalli
Vormót JSÍ fyrir yngri iðkendur var haldið síðastliðna helgi og stóðu grindvískir júdókappar sig þar með sóma. Hæst bar þó árangur Tinnu Einarsdóttur, en hún tók gullverðlaun í sterkum strákaflokki. Tinna er ein af efnilegustu júdóiðkendum á landinu og keppir gjarnan upp fyrir sig um aldursflokka og jafnvel eldri strákum líka þar sem fáar stúlkur iðka íþróttina í hennar aldursflokki. …
Menningarhjólaferð á morgun
Hin árlega menningarhjólaferð verður hjóluð á morgun, fimmtudaginn 22. mars. Hjólaður verður hinn svokallaði Bjarnahringur, 5,5 km hringur innan Grindavíkur. Mæting er klukkan 19:00 við aðalinngang íþróttahússins. Hjólað verður í um það bil klukkustund og svo endað í kaffibolla á Bryggjunni. Hver getur hjólað á sínum hraða og þessi leið er við allra hæfi. Endilega látið sjá ykkur, allar hjólreiðamenn á hverskonar hjólum …
Stólarnir léku Grindvíkinga grátt í Mustad-höllinni í kvöld
Það hljómar kannski eins og klisja en Tindastólsmenn mættu miklu ákveðnari til leiks í Grindavík í kvöld en heimamenn. Þeir byrjuðu leikinn 2-7 og Grindavík var 1-11 í skotum, þar til að Bullock setti langan tvist. Vörnin hjá Stólunum var harðlæst frá fyrstu mínútu og það skilaði sér ítrekað í auðveldum körfum hinumegin á vellinum. Stólarnir unnu alla leikhluta og …