Menningarhjólaferð á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Hin árlega menningarhjólaferð verður hjóluð á morgun, fimmtudaginn 22. mars. Hjólaður verður hinn svokallaði Bjarnahringur, 5,5 km hringur innan Grindavíkur. Mæting er klukkan 19:00 við aðalinngang íþróttahússins. Hjólað verður í um það bil klukkustund og svo endað í kaffibolla á Bryggjunni. Hver getur hjólað á sínum hraða og þessi leið er við allra hæfi. Endilega látið sjá ykkur, allar hjólreiðamenn á hverskonar hjólum velkomnir.