Grindvíkingar farnir í sumarfrí í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumarfríið kom snemma hjá meistaraflokkum karla og kvenna í körfubolta þetta árið, en Grindavík er úr leik bæði í úrslitakeppni Domino's deildar karla og 1. deildar kvenna. Strákarnir sóttu Tindastól heim á föstudaginn og þrátt fyrir að leika á köflum alveg ágætlega og leiða stóran hluta leiksins sigu Stólarnir fram úr að lokum og lönduðu sigri, 84-81. Umfjöllun um leikinn má lesa á karfan.is. Þrátt fyrir að eiga tvo góða leiki á sterkum útivelli í Skagafirði dugði það ekki til að þessu sinni og 3-0 tap í 8-liða úrslitum staðreynd.

Grindavíkurkonur mættu taplausum KR-ingum í þriðja sinn á laugardaginn og varð enginn breyting á þeirri sigurgöngu í það skiptið, lokatölur 80-48 og einvígið fór 3-0 fyrir KR. Tölfræði leiksins má lesa hér.

Bæði lið Grindavíkur eru því komin í snemmbúið sumarfrí þetta árið. Það gengur bara betur næst!