Tinna sigraði sterkan strákaflokk – Sjö grindvískir keppendur á verðlaunapalli

Judo Íþróttafréttir, Judó

Vormót JSÍ fyrir yngri iðkendur var haldið síðastliðna helgi og stóðu grindvískir júdókappar sig þar með sóma. Hæst bar þó árangur Tinnu Einarsdóttur, en hún tók gullverðlaun í sterkum strákaflokki. Tinna er ein af efnilegustu júdóiðkendum á landinu og keppir gjarnan upp fyrir sig um aldursflokka og jafnvel eldri strákum líka þar sem fáar stúlkur iðka íþróttina í hennar aldursflokki.

Alls náðu keppendur frá Grindavík í 7 verðlaunapeninga um helgina, 1 gull, 3 silfur og 3 brons. 

Árangur Grindvíkinga var eftirfarandi:

Dr. U13 -46 (4)

4. Kent MAZOWIECKI Grindavík

Dr. U13 -55 (4) 
2. Snorri STEFÁNSSON Grindavík 
3. Arnar ÖFJÖRÐ Grindavík

Dr. U15 -46 (4) 
2. Hjörtur KLEMENSSON Grindavík

Dr. U15 -66 (4) 
1. Tinna EINARSDÓTTIR Grindavík

St. U18 -70 (3) 
3. Olivia MAZOWIECKA Grindavík

Dr. U18 -50 (3) 
2. Róbert LATKOWSKI Grindavík 
3. Adam LATKOWSKI Grindavík