Orri Freyr til GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Orri Freyr Hjaltalín, sem gekk til liðs við Grindavík á ný í haust eftir að hafa leikið norðan heiða síðan 2012, hefur gengið frá félagaskiptum frá Grindavík yfir í GG. 

Fótbolti.net greindi frá:

Reynsluboltinn Orri Freyr Hjaltalín hefur gengið til liðs við GG í 4. deildinni. 

Orri spilaði sinn síðasta leik með uppeldisfélaginu Þór síðastliðið haust. 

Orri flutti þá til Grindavíkur og samdi við Grindavík í Pepsi-deildinni. 

Í vetur hefur Orri lítið komið við sögu hjá Grindavík og hann hefur nú samið við GG. 

Orri, sem er varnar og miðjumaður, hefur skorað 66 mörk í 350 deildar og bikarleikjum á ferlinum með Þór, Grindavík og Magna.