Grindavík er úr leik í bikarkeppninni eftir 5 stiga tap gegn bikarmeisturum KR í íþróttahúsi KR í kvöld. Þar með tókst KR að stöðva sigurgöngu Grindavíkurliðsins sem verður nú að einbeita sér að fullum krafti að deildarkeppninni í staðinn þar sem liðið trónir á toppnum. Liðin mættist í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra og þar hafði KR betur og tókst því …
Fjölmennum á stórleikinn gegn KR
Sannkallaður risaslagur er í körfuboltanum næsta mánudagskvöld þegar Grindavík sækir KR heim. Benóný Harðarson í körfuknattleiksráði hefur ritað pistil sem hann bað heimasíðuna um að birta: „Kæru Grindvíkingar! Karfan er aftur byrjuð eftir jólafrí, deildin hefur verið ótrúlega skemmtileg það sem af er vetri, kannski finnst mér hún hafa verið einstaklega skemmtilega hreinlega útaf því að við Grindvíkingar erum efstir …
Sigurgangan heldur áfram – Grindavík á toppnum
Það má segja að reynslan hafi gert útslagið þegar að Grindvíkingar rétt mörðu Njarðvíkinga með 73 stigum gegn 65 í röstinni í gærkvöld. Njarðvíkurliðið kom nokkuð á óvart og héldu í við Grindvíkinga allt til loka leiks en á endasprettinum voru heimamenn yfirvegaðir og kláruðu með sigri. Það voru Grindvíkingar sem hófu leikinn betur. Þeir skoruðu nánast að vild og …
Björn Lúkas valinn júdómaður ársins í Grindavík og Reykjanesbæ
Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson var ekki eingöngu kjörinn júdómaður ársins hjá UMFG heldur var hann einnig valinn Júdómaður Reykjanesbæjar 2011 en hann hefur æft með báðum þessum deildum. Valið var kunngjört á báðum stöðum á gamlársdag. Björn varð tvöfaldur Íslandsmeistari unglinga í júdó. Á þessu keppnistímabili hefur hann unnið öll mót í sínum aldursflokki og er tvöfaldur Norðurlandameistari unglinga í …
Nágrannaslagur þegar körfuboltavertíðin hefst að nýju
Körfuboltavertíðin í úrvalsdeild karla hefst að nýju á morgun, fimmtudag, eftir jólafrí. Þá tekur Grindavík á móti grönnum sínum í Njarðvík. Grindavík trónir á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 9 leiki en Njarðvík er í áttunda sæti með 8 stig. Grindavík og Njarðvík mæta með óbreytt lið til leiks eftir fríið en nokkur lið hafa bætt við sig mannskap …
Æfingagjöld UMFG 2011
Eins og allir ættu að vita þá voru tekin upp æfingagjöld hjá UMFG í janúar 2011. Æfingagjöldin eru þau lægstu sem nokkurt bæjarfélag getur státað sig af eða 20.000 kr. á ári, alveg sama hvort æfð er ein eða fleiri íþróttir. Börn fædd 2005 greiða hálft gjald eða 10.000 kr. Deildir félagsins reiða sig á þessar greiðslur til að geta sinnt …
Stórmót í pílukasti á laugardaginn
Pílufélag Grindavíkur stendur fyrir stórmóti í pílukasti í Salthúsinu laugardaginn 7. janúar. Keppt verður í sameigilegum flokki karla og kvenna. Fyrirkomulag riðlakeppninnar virkar þannig að þeir sem lenda í efri hluta síns riðils fara í A úrslit. Þeir sem lenda í neðri hluta í sínum riðli mætast síðan í B úrslitum. Úrslit ráðast með beinum úrslætti í báðum flokkum A …
Óskar og Ingibjörg Yrsa íþróttamaður og kona ársins 2011
Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru valin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur árið 2011 við hátíðleg athöfn á gamlársdag í Hópsskóla. Óskar var fyrirliði og lykilmaður í knattspyrnuliði Grindavíkur í sumar og Ingibjörg Yrsa var lykilmaður bæði í körfubolta- og knattspyrnuliðum Grindavíkur í ár. Ingibjörg fékk 81 stig af 100 mögulegum og Óskar 79. Þetta er þriðja árið í röð …
Dregið í riðla í firmakeppninni
Búið er að draga í riðla í Firmakeppni UMFG og Eimskips en keppni hefst í dag kl. 16:00 í íþróttahúsinu. Þar á Vísir titil að verja eftir að hafa unnið mótið síðustu tvö árin í karlaflokki. Tvö kvennalið mæta til leiks líkt og undanfarin ár. Leikið er að vanda í fjórum riðlum og úrslitaleikurinn áætlaður kl. 22:40. Leikjaplanið er eftirfarandi: …
Þrír Grindvíkingar í liði landsbyggðarinnar
Nú er það ljóst hvaða leikmenn hlutu flest atkvæði í kosningunni í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleiknum sem fram fer 14. desember í Dalhúsum í Grafarvogi. Grindavík einokar landsbyggðarliðið því þrjá leikmenn liðsins er að finna þar ásamt þjálfara liðsins! Samtals kusu 2.135 einstaklingar og var dreifing atkvæða nokkuð jöfn. Byrjunarliðin samkvæmt vali aðdáenda verða sem hér segir: Höfuðborgarsvæðið:Bakvörður: Justin Shouse …