Þrír Grindvíkingar í liði landsbyggðarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú er það ljóst hvaða leikmenn hlutu flest atkvæði í kosningunni í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleiknum sem fram fer 14. desember í Dalhúsum í Grafarvogi. Grindavík einokar landsbyggðarliðið því þrjá leikmenn liðsins er að finna þar ásamt þjálfara liðsins! Samtals kusu 2.135 einstaklingar og var dreifing atkvæða nokkuð jöfn. Byrjunarliðin samkvæmt vali aðdáenda verða sem hér segir:

Höfuðborgarsvæðið:
Bakvörður: Justin Shouse • Stjarnan
Bakvörður: Martin Hermannsson • KR
Framherji: Marvin Valdimarsson • Stjarnan
Framherji: Hreggviður Magnússon • KR
Miðherji: Nathan Walkup • Fjölnir

Landsbyggðin:
Bakvörður: Giordan Watson • Grindavík
Bakvörður: Magnús Þór Gunnarsson • Keflavík
Framherji: Jón Ólafur Jónsson • Snæfell
Framherji: J‘Nathan Bullock • Grindavík
Miðherji: Sigurður Gunnar Þorsteinsson • Grindavík

Helgi Jónas Guðfinnsson mun stýra liði landsbyggðarinnar.

Teitur Örlygsson stýrir liði höfuðborgarsvæðisins.

Þjálfarar liðanna munu svo velja sjö leikmenn til viðbótar í sín lið.

Atkvæðafjöldi: Heildaratkvæði • Top 15 yfir flest atkvæði

1. Justin Shouse • 433
2. J‘Nathan Bullock • 360
3. Marvin Valdimarsson • 353
4. Jón Ólafur Jónsson • 294
5. Sigurður Gunnar Þorsteinsson • 273
6. Ólafur Ólafsson • 240
6. Magnús Þór Gunnarsson • 229
7. Giordan Watson • 221
8. Hreggviður Magnússon • 219
9. Martin Hermannsson • 215
10. Quincy Hankins Cole• 192
11. Elvar Már Friðriksson • 187
12. Páll Axel Vilbergsson • 185
13. Finnur Atli Magnússon • 182
14. Steven Gerrard • 172
15. Árni Ragnarsson • 169