Fjölmennum á stórleikinn gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sannkallaður risaslagur er í körfuboltanum næsta mánudagskvöld þegar Grindavík sækir KR heim. Benóný Harðarson í körfuknattleiksráði hefur ritað pistil sem hann bað heimasíðuna um að birta:

„Kæru Grindvíkingar!

Karfan er aftur byrjuð eftir jólafrí, deildin hefur verið ótrúlega skemmtileg það sem af er vetri, kannski finnst mér hún hafa verið einstaklega skemmtilega hreinlega útaf því að við Grindvíkingar erum efstir í deildinni, erum búnir að tryggja okkur tvo minni tittla og liðið greinilega að smella saman.

Þegar þetta er skrifað hefur liðið unnið 20 leiki en tapað einum, síðasti sigur kom gegn nágrönnum okkar í Njarðvík á heimavelli okkar Röstinni, en núna er komið að stæðsta leik ársins hingað til.

Strákarnir okkar heimsækja KR-inga í DHL höllina á Mánudaginn, leikurinn er í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar, Grindvíkingar hafa farið alla leið í höllina síðastliðin tvö ár en tapað í bæði skiptin, ég er viss um að strákarnir ætla að gefa allt sitt í ár í þessa keppni, það er einfaldlega komið að sigri okkar Grindvíkinga!

Það er kannski ekki margt sem við almenni Grindvíkingur getum gert í hita leiksins en það minnsta sem við getum gert er að mæta í DHL höllina á mánudagskvöldið 9.janúar til þess að hvetja okkar menn áfram.

Leikir Grindavíkur og KR hafa verið frábærar og skemmtilegar viðureignir, á síðastliðnum árum hafa KR-ingar haft betur í stóru leikjunum, þeir urðu Íslandsmeistarar 2009 eftir skemmtilegustu úrslitaseríu sem hefur verið spiluð ég fullyrði það, þeir unnu okkur líka í úrslitum í bikarnum í fyrra, en ekki í ár, 2012 er árið okkar, 2012 er ár grindvískra körfuboltaáhugamanna.

Ég hlakka til að sjá ykkur öll í DHL höllinni á mánudagskvöldið! Engin má missa af stærsta leik ársins!

Með nýárskveðju
Benóný Harðarson (Bensó)“