Grindavík með 8 stiga forskot

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Óhætt er að segja að karlalið Grindavíkur í körfuboltanum hafi dottið í lukkupottinn með bandaríska leikmenn liðsins í vetur. J’Nathan Bullock hefur farið á kostum í síðustu leikjum en gegn Tindastóli í gærkvöldi var það Giordan Watson sem dró vagninn og skoraði 40 stig þegar Grindavík vann með 9 stiga mun, 105 stigum gegn 96 á Sauðárkróki. Grindavík hafði 16 …

Mikið um að vera í körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Leikur Grindavíkur við Tindastól í úrvalsdeild karla í körfubolta hefur verið færður fram um einn dag. Leikurinn verður spilaður á morgun fimmtudaginn 9. febrúar. Leikurinn er eins og allir aðrir mikilvægur í baráttu strákanna í að tryggja sér efsta sæti deildarinnar. Tindastólsmenn eru með hörku lið og tryggðu sér um liðna helgi í úrslit bikarsins. Ljóst er að mikil barátta verður …

Bullock valinn besti leikmaður 14. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Karfan.is hefur valið J´Nathan Bullock leikmann Grindavíkur sem besta leikmann 14. umferðar. Þessi útnefning ætti svo sem ekki að koma á óvart, J´Nathan Bullock gerði 51 stig í fjórtándu umferð þegar Grindavík vann magnaðan spennusigur á ÍR með flautukörfu.  Bullock var einnig valinn besti leikmaður 12. umferðar. Kappinn setti framlagsmet í deildinni með 53 í framlag en hann tók líka …

Grindavík í 3. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík varð í 3. sæti á Fótbolta.net mótinu í knattspyrnu eftir að hafa unnið FH í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum sjálfum lyktaði með jafntefli 1-1. Magnús Björgvinsson skoraði mark Grindavíkur en Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur varði þrjár vítaspyrnur FH-inga í vítakeppninni. Grindavík var einum leikmanni fleiri frá 20. mínútu þegar Pétur Viðarsson FH-ingur var rekinn af velli. Vítaspyrnukeppnin: 0-0 Ólafur Örn …

Lasse Qvist semur líklega við Grindavík í vikunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Samkvæmt vefsíðunni bold.dk er líklegt að sóknarmaðurinn Lasse Qvist verði orðinn leikmaður Grindavíkur á næstu dögum. Hann hefur fengið munnlegt tilboð frá félaginu og vonast til að fá það skriflegt í dag eða á morgun. Qvist segir að sér lítist nokkuð vel á tiboðið en þá séu einhverjir hlutir sem hann vilji hafa aðeins öðruvísi. Lasse er 25 ára gamall …

Bullock með 51 stig!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á tíma leit þannig út að aðeins einn maður væri á vellinum. J’Nathan Bullock leikmaður Grindavíkurliðsins fór hamförum þegar Grindavík lagði ÍR að velli með eins stigs mun, 90-89. Bullock skoraði 51 stig og hirti 14 fráköst en það var Giordan Watson sem reyndist hetja okkar manna þegar hann skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndu leiksins. Páll Axel Vilbergsson átti góða …

Milan Stefán Jankovic á UEFA Pro námskeið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Milan Stefán Jankovic, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, mun á mánudag fara til Sarajevo í Bosníu/Herzegóvínu þar sem hann fer á námskeið til að fá UEFA Pro þjálfaragráðuna. Milan Stefán verður ytra í tvær vikur en hann mun fara nokkrum sinnum á námskeið næstu mánuðina.  ,,Þetta tekur 18 mánuði. Ég fer þrisvar á þessu ári og tvisvar á næsta ári,” sagði Milan Stefán …

Grindavík sækir ÍR heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sækir ÍR heim í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er efst í deildinni með 24 stig og er með 6 stiga forskot á Stjörnuna og Keflavík. ÍR er hins vegar í 7. sæti með 12 stig og í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina og svo gæti farist að þessi tvö lið mætist þar í 8 …

Líkamsræktarstyrkur til UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Á fundi bæjarráðs lagði bæjarstjóri fram tillögu að styrk til íþróttafélaga í Grindavík á móti kostnaði við líkamsrækt í heilsurækt Actic ehf. í sundmiðstöð Grindavíkur.  Actic býðst til að selja íþróttafélögum árskortið á 19.900 kr.  Bæjarráð samþykkir að Grindavíkurbær veiti styrk sem samsvarar því gjaldi sem iðkendur greiða í sund, þ.e. 8.500 kr. Þá verður árgjaldið á hvern íþróttamann 11.400. Styrkurinn …

Breytt fyrirkomulag á greiðslu æfingagjalda UMFG 2012

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr. 20.000 á barn fyrir árið 2012 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Innheimtuseðlar verða gjaldfærðir í heimabanka foreldra og verður æfingagjaldinu skipt upp í tvo hluta; janúar-júní og júlí-desember 2012. Ef æfingagjöld fyrir 2011 hafa ekki verið greidd þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMFG.Deildir félagsins reiða sig á þessar …